Mikill verðmunur milli hverfa

Mikill verðmunur er á fasteignum eftir landshlutum og hverfum á …
Mikill verðmunur er á fasteignum eftir landshlutum og hverfum á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/ÞÖK

Mikill munur er á fermetraverði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýjum tölum frá Fasteignaskrá Íslands. Verð á fermetra innan Hringbrautar og Snorrabrautar er 283.590 krónur. Er það talsverð lækkun frá síðasta ári er það var 308.225 krónur. Hins vegar er fermetraverðið lægst í Selunum í Breiðholti, 190.018 krónur. Á síðasta ári var það 211.213 krónur að meðaltali. Um er að ræða fermetraverð á íbúðum í fjölbýli.

Íbúðin ódýrust á Vestfjörðum

Ef horft er á landið í heild er meðal fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu 239.354 krónur á fyrstu níu mánuðum ársins. Ódýrast er að kaupa sér fasteign á Vestfjörðum en þar er meðalfermetraverðið 77.038 krónur og á Austurlandi 95.206 krónur. Á Reykjanesi greiðir fólk að meðaltali 180.858 krónur fyrir fermetrann, 172.291 krónu á Vesturlandi, 151.120 krónur á Norðurlandi og 173.893 krónur á Suðurlandi.

Sjá nánar þróun eftir landshlutum

Sjá nánar eftir hverfum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert