Vegagerð í Héðinsfirði án leyfis

Frá Héðinsfirði
Frá Héðinsfirði

Fjallabyggð hefur stöðvað frekari vegaframkvæmdir í Héðinsfirði á meðan landeigendur hafa ekki aflað tilskilinna framkvæmdaleyfa. Landeigendur telja sig á hinn bóginn ekki hafa þurft að fá þessi leyfi, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Alls eru landeigendur í Héðinsfirði yfir 20.

Um er að ræða vegalagningu frá nýja þjóðveginum, sem lagður var á milli gangamunna Héðinsfjarðarganga, og niður að Héðinsfjarðarvatni. Að auki var gert stæði fyrir um 30 bíla við vatnið fyrir eigendur bústaða á svæðinu, ásamt girðingarvinnu og greftri úr ósnum.

Vegagerðin var verktakinn við vegalagninguna og taldi sig vera að vinna í samræmi við samning við landeigendur frá árinu 2005. Þeir hafi átt að sjá um að afla þeirra leyfa sem til þurfti en lagning vegslóðanna var hluti af samkomulagi þar sem landeigendur fengu ekki bætur fyrir þann veg sem lagður var á milli gangamunnanna.

Finna ekki samþykki

Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að ekki finnist þau samþykki sem landeigendur hafa verið vísa til. Leyfi verði að fást fyrir öllum svona framkvæmdum, óháð því hvort landeigendur og Vegagerðin hafi gert samkomulag sín á milli.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert