Fjármálaeftirlitið taldi skýringar fullnægjandi

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir í yfirlýsingu, sem hann hefur sent Ríkisútvarpinu, að Fjármálaeftirlitið hafi í maí sagt sér að fullnægjandi skýringar og gögn hafi komið fram um að hann hafi ekki búið yfir innherjaupplýsingum þegar viðskipti hans með hlutabréf í Landsbankanum áttu sér stað.

Fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi, að embætti sérstaks saksóknara sé að rannsaka málið.

Baldur segir í yfirlýsingunni, sem vitnað er til á vef Ríkisútvarpsins, að Fjármálaeftirlitið hafi í vor ekki talið tilefni til frekari athugunar. Þá segir þar, að engar nýjar upplýsingar eða gögn hafi verið kynnt sem endurupptaka málsins geti grundvallast á og Baldur hafi ekkert heyrt frá sérstökum saksóknara. Hann hafi því enga ástæðu til að ætla annað en að niðurstaða fyrri rannsóknar standi.

Fram kom í dag að Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ætlar að láta skoða stöðu Baldurs eftir helgina í ljósi þess að sérstakur saksóknari er að rannsaka mál hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert