Lengra varð ekki komist

Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, ...
Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, kynna Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi, þar sem nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingar Íslands var kynnt, að það væri mat hennar og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að niðurstaðan sem nú liggur fyrir sé viðunandi og að lengra verði ekki komist.

Sagði Jóhanna, að hagsmunir íslensku þjóðarinnar væru, að ljúka málinu frekar en skilja það eftir í uppnámi. Hún sagði, að margt myndi leysast samhliða þessu. Þannig gætu Íslendingar haldið áfram efnahagsáætlun sinni, lækkað stýrivexti og dregið úr gjaldeyrishöftum.

Þá fylgdi það þessari niðurstöðu, að Íslendingar muni geta fengið endurskoðun fljótlega á samningunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, jafnvel í þessum mánuði. Þá losnuðu 123 milljarða króna lán frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem notað yrði til að styrkja gjaldeyrisvaraforða landsins.

Gert er ráð fyrir því að samkomulagið verði undirritað á morgun og þá verði einnig lagt fram frumvarp á Alþingi um ríkisábyrgð. Einnig verður birt sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra ríkjanna þriggja.

Steingrímur sagði, að viðræðurnar við Breta og Hollendinga hefðu verið harðsóttar og það hefði ekki verið fyrr en á síðustu dögum sem fullnægjandi árangur náðist varðandi frágang tiltekinna þátta. 

Sagði Steingrímur, að niðurstaðan fæli í sér að gerður verði viðaukasamningur við Icesave-samninginn frá í sumar. Inn í þann samning gengju að uppistöðu til allir fyrirvarar og skilmálar Alþingis úr lögunum, sem sett voru 23. ágúst um ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna. 

Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn.

Fram kom í máli Steingríms, að í yfirlýsingu fjármálaráðherra landanna verði tekið fram að Bretland og Holland hafi m.a. annars fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögunum um ríkisábyrgðina í sumar og að Ísland hafi endurnýjað skuldbindingar sínar til að ábyrgjast skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda án þess að í því felist viðurkenning á að lagaleg skuldbinding hafi verið til staðar.

Þá muni fjármálaráðherra Íslands á grundvelli laganna fylgjast með framvindu mála og efna til viðræðna eftir því sem þörf krefur. Þá muni aðilar ennfremur staðfesta vilja til samstarfs þar á meðal til viðræðna að ósk hvaða samingsaðila sem er, til að ræða aðstæður sem sem upp kunna að koma og hvernig við þeim yrði brugðist.

Í yfirlýsingunni verður einnig fjallað um mikilvægi afgreiðslu endurskoðunar á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lýst stuðningi við það að hún fari fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar Meira »

Sambandslaust hjá Vodafone á Vestfjörðum

16:20 Fjarskiptasamband hjá Vodafone liggur nú niðri á hluta Vestfjarða. Svo virðist vera sem ljósleiðari Vodafone á Vestfjörðum hafi farið í sundur með þessum afleiðingum. Þá liggja útvarps- og sjónvarpssendingar einnig niðri. Meira »

Jökulsárlón friðlýst á morgun

16:06 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

15:20 Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

14:59 María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda. Hlutverk Maríu Rutar verður meðal annars að móta og ýta úr vör aðgerðum og skapa hagstæð skilyrði fyrir tónlistarstarfsemi í borginni. Meira »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson, sem reynir nú að klífa fjallið K2, er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Ukulele
...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...