Lengra varð ekki komist

Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, ...
Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, kynna Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi, þar sem nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingar Íslands var kynnt, að það væri mat hennar og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að niðurstaðan sem nú liggur fyrir sé viðunandi og að lengra verði ekki komist.

Sagði Jóhanna, að hagsmunir íslensku þjóðarinnar væru, að ljúka málinu frekar en skilja það eftir í uppnámi. Hún sagði, að margt myndi leysast samhliða þessu. Þannig gætu Íslendingar haldið áfram efnahagsáætlun sinni, lækkað stýrivexti og dregið úr gjaldeyrishöftum.

Þá fylgdi það þessari niðurstöðu, að Íslendingar muni geta fengið endurskoðun fljótlega á samningunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, jafnvel í þessum mánuði. Þá losnuðu 123 milljarða króna lán frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem notað yrði til að styrkja gjaldeyrisvaraforða landsins.

Gert er ráð fyrir því að samkomulagið verði undirritað á morgun og þá verði einnig lagt fram frumvarp á Alþingi um ríkisábyrgð. Einnig verður birt sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra ríkjanna þriggja.

Steingrímur sagði, að viðræðurnar við Breta og Hollendinga hefðu verið harðsóttar og það hefði ekki verið fyrr en á síðustu dögum sem fullnægjandi árangur náðist varðandi frágang tiltekinna þátta. 

Sagði Steingrímur, að niðurstaðan fæli í sér að gerður verði viðaukasamningur við Icesave-samninginn frá í sumar. Inn í þann samning gengju að uppistöðu til allir fyrirvarar og skilmálar Alþingis úr lögunum, sem sett voru 23. ágúst um ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna. 

Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarar, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn.

Fram kom í máli Steingríms, að í yfirlýsingu fjármálaráðherra landanna verði tekið fram að Bretland og Holland hafi m.a. annars fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögunum um ríkisábyrgðina í sumar og að Ísland hafi endurnýjað skuldbindingar sínar til að ábyrgjast skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda án þess að í því felist viðurkenning á að lagaleg skuldbinding hafi verið til staðar.

Þá muni fjármálaráðherra Íslands á grundvelli laganna fylgjast með framvindu mála og efna til viðræðna eftir því sem þörf krefur. Þá muni aðilar ennfremur staðfesta vilja til samstarfs þar á meðal til viðræðna að ósk hvaða samingsaðila sem er, til að ræða aðstæður sem sem upp kunna að koma og hvernig við þeim yrði brugðist.

Í yfirlýsingunni verður einnig fjallað um mikilvægi afgreiðslu endurskoðunar á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lýst stuðningi við það að hún fari fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »

Framkvæmdum lauk á undan áætlun

10:13 Framkvæmdum á Kringlumýrarbraut lauk fjórum dögum á undan áætlun. Umferð um Kringlumýrarbraut er að mestu leyti orðin eðlileg en lítils háttar þrengingar eru á veginum þar sem unnið er að því að steypa upp vegkanta. Veitur lögðu vatnslagnir í jörðu sem leiða vatn í Vesturbæinn. Meira »

Strætó greiði 100 milljónir í skaðabætur

10:03 Hæstiréttur dæmdi á fimmtudaginn í síðustu viku fyrirtækið Strætó bs til að greiða Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur, ásamt vöxtum, vegna ólögmæts útboðs af hálfu Strætó árið 2010. Meira »

Þarf ekki að afhenda „óleyfishana“

09:05 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleit á heimili í Mosfellsbæ og að íbúa yrði gert að afhenda óskráðar hænur og tvo „óleyfishana“ sem hann héldi þar, væri hafnað. Meira »

Forval hjá VG í Suðvesturkjördæmi

10:10 Forvali verður beitt hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í Suðvesturkjördæmi við val á framboðslista. Þetta var ákveðið á fundi flokksins sem fram fór í Hafnarfirði í gærkvöldi. Meira »

Föst skot á milli forystumanna

09:49 Forystumenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi skutu föstum skotum á hvorn annan í gærkvöldi í kjölfar langra fundahalda um það með hvaða hætti staðið yrði að þinglokum. Beindust skotin einkum að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Stytting bitnar á tungumálakennslu

08:18 Vigdís Finnbogadóttir segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. Ljóst sé að það hafi þegar haft áhrif. „Stytting framhaldsskólanna hefur bitnað á tungumálakennslunni og ég er hrædd um að við eigum eftir að gjalda fyrir það, því miður. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...