Ríkisstjórnarfundur um Icesave

Ríkisstjórnin mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins funda í hádeginu í dag. Tilefnið er sú niðurstaða sem fengin er í Icesave-viðræðum íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvald. Í framhaldinu munu stjórnarflokkarnir tveir halda þingflokksfundi sitt í hvoru lagi og fara yfir stöðuna.

Klukkan 14 hefur síðan verið boðað til fundar í fjárlaganefnd Alþingis. Að þeim fundi loknum hyggjast forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar kynna niðurstöðuna fyrir formenn stjórnarandstöðunnar. Ráðgert er að halda blaðamannafund kl. 16 í dag í Alþingishúsinu þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu kynna niðurstöður samningaviðræðnanna.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa íslensk stjórnvöld fallist á að fyrirvörum þeim sem Alþingi samþykkti í sumar verði breytt og að Íslendingar taki á sig auknar byrðar frá því sem þá var gert ráð fyrir. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna munu telja sig hafa meirihluta á þingi fyrir málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert