Sátt við Icesave-niðurstöðu

Jóhanna Sigurðardóttir talar við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfundinn í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir talar við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfundinn í dag. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisstjórnarfund, sem nú stendur yfir um Icesave-málið, að hún væri sátt við niðurstöðuna í viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave.

Jóhanna sagði við fréttamann Ríkisútvarpsins, að hún teldi niðurstöðuna viðunandi fyrir Íslendinga. 

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist vera bjartsýnn um að þingflokkur VG myndi fallast á þessa niðurstöðu en hann myndi gera þingflokknum og öðrum þingflokkum grein fyrir niðurstöðunni á eftir.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að fyrirvararnir, sem Alþingi setti vegna ríkisábyrgðar á Icesave-skuldbindingarnar, væru áfram inni í grundvallaratriðum og ekki væri gert ráð fyrir að greiðslubyrði Íslendinga þyngdist.

Fréttamenn ræða við Steingrím J. Sigfússon við Stjórnarráðið í dag.,
Fréttamenn ræða við Steingrím J. Sigfússon við Stjórnarráðið í dag., mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert