Mælir með rafstuðtæki til sérsveitar

Taser-byssa.
Taser-byssa.

Ríkislögreglustjóri hefur skilað greinargerð um takmarkaða notkun rafstuðtækja (e. taser) eftir umfangsmikla greiningu og prófanir á tækinu. Meginniðurstaða var sú að tækið hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó var ekki talin ástæða að svo stöddu að búa öll lögreglulið rafstuðtæki en heimila sérsveitinni notkun á
því til reynslu sem valkosti í stað skotvopna.

Í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2008 segir að flest núverandi valdbeitingartæki lögreglunnar hafi það í för með sér að lögreglumaðurinn verður að vera nokkuð nærri brotamanni til þess að yfirbuga hann. Með rafstuðtæki getur lögreglumaðurinn staðið í nokkurra metra fjarlægð frá brotamanni og yfirbugað hann með því að veita honum rafstuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert