Björn og Egill elda grátt silfur

Egill Helgason
Egill Helgason mbl.is/Rax

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir á vef sínum að hlutdrægni Egils Helgasonar í afstöðu hans til manna og málefna geri hann óhæfan til að stjórna sjónvarpsþætti um þjóðmál, eigi þátturinn að lúta lögum um ríkisútvarpið. Egill svarar Birni á sínum vef en þar kemur fram að þetta sé í annað skiptið sem Björn vilji láta reka hann. Það hafi tekist í fyrra skiptið.

„Fyrst kom Hannes, svo Sturla Böðvarsson, og þá Björn Bjarnason, ég var reyndar búinn að bíða eftir honum. Seinast í fyrradag velti ég því fyrir mér af hverju hann væri ekki búinn að tjá sig. Og auðvitað kom það.

Að ógleymdum Óla Birni Kárasyni.

Ég ætla ekki að standa í neinum stælum við þessa menn. Bara rifja eitt upp.

Þetta er í annað skiptið sem þeir vilja láta reka mig.

Þannig að þetta er nánast eins og kækur hjá þeim, þegar illa gengur.

Í fyrra skiptið tókst það.

Það var á Skjá einum árið 2003.

Björn Bjarnason hafði farið í borgarstjórnarkosningar 2002 og tapað illilega. Hópurinn í kringum hann var mjög reiður út af þessu og leitaði að sökudólgum. Ég og Kristján Kristjánsson í Kastljósi vorum fljótt nefndir til sögunnar. Við vorum skensaðir á prenti hvað eftir annað og uppnefndir, af Hannesi Gissuararsyni og Birni sjálfum.

Nýjr stjórnendur tóku við Skjá einum þarna um veturinn og þeir tengdust DV sem þá var undir ritstjórn Óla Björns Kárasonar – reyndar var eigendahópurinn DV  þá nokkuð svipaður því sem er nú á Mogganum. DV varð harðsnúið málgagn þöngs valdahóps og missti fljótt tiltrú, næst því að vera eins konar Vef-Þjóðvilji í dagblaðsformi – ekki ólíkt því sem Mogginn er núna.

Þarna um veturinn kom í ljós að hinir nýju stjórnendur Skjásins þoldu mig ekki og vildu losna við mig. Hápunkti náði það fyrir kosningar um vorið, en þá voru mér birtar tillögur að breytingum á Silfri Egils. Sniðið á þættinum átti að gerbreytast og ég átti að fá á mig einhvers konar yfirfrakka – útsendara af DV sem átti að stjórna þættinum með mér. Ég hef grun um hver þetta átti að vera, en ætla ekki að upplýsa það. Ég á ennþá þetta uppkast að hinu dauðhreinsaða Silfri, geymi það á vísum stað.

Við þetta varð mikil sprenging á Skjánum. Starfsmenn reyndu að ganga í milli og það endaði með því að áformin um breytingarnar á Silfrinu voru blásnar af. Um vorið var mér hins vegar sagt upp. Ég var atvinnulaus fram í október, þá hitti ég Sigurð G. Guðjónsson, þáverandi forstjóra Stöðvar 2, á Austurvelli og hann bauð mér að koma upp á Stöð 2 með þáttinn. Ég nefni að Stöð 2 var þá ekki ennþá komin í hendur Baugs, það gerðist nokkru seinna.

Reyndar skal ég taka fram að Baugsmenn reyndu aðeins einu sinni að hafa áhrif á efnistök mín í Silfrinu eftir að þeir tóku yfir Stöð 2. Það var árið 2005 þegar ég tók viðtal við Friðrik G. Friðriksson um verslunareinokun Baugs, nokkuð samhljóða viðtalinu sem ég átti við hann í Silfrinu fyrir rúmri viku. Það var efni sem þeir vildu ekki að væri fjallað um," skrifar Egill á síðu sína á Eyjunni.

Björn segir á sínum vef að fráleitasta framlag til Icesave-umræðunnar nú er að ræða orð, sem féllu um málið fyrir ári eða almennt, áður en Steingrímur J. og Jóhanna komu að því eftir 1. febrúar 2009 og fólu Svavari Gestssyni forystu fyrir samninganefndinni til að leiða Icesave til lykta.

„Augljóst var þá og allt fram að vandræðum ríkisstjórnarinnar með málið 5. júní síðastliðinn, að hún taldi sig vera með það á réttu róli, af því að hún hefði tekið það allt öðrum og betri tökum en gert hefði verið fram að 1. febrúar 2009.

Söguskýringar álitsgjafa stjórnarflokkanna og ESB-aðildarsinnanna Egils Helgasonar, Illuga Jökulssonar og Guðmundar Gunnarssonar breyta þessum bláköldu staðreyndum um ábyrgð Steingríms J., Jóhönnu og Svavars á málinu ekki. Þau sitja uppi með málið í núverandi mynd þess, hver sem forsagan var og hvernig sem á hana er litið.

Hér skal áréttuð sú skoðun, að hlutdrægni Egils Helgasonar í afstöðu hans til manna og málefna geri hann óhæfan til að stjórna sjónvarpsþætti um þjóðmál, eigi þátturinn að lúta lögum um ríkisútvarpið. Lögleysan í kringum þátt Egils, verður ekki afsökuð með því, að hann sé einhver öryggisventill fyrir almenningsálitið, sem annars brytist fram á enn hroðalegri hátt en í nafnlausri illmælgi á bloggsíðu Egils. Hver hefur heimild til að leysa Egil Helgason undan lögum um ríkisútvarpið? Páll Magnússon, útvarpsstjóri? Sé svo, ætti hann að sýna eigendum RÚV hana," að því er segir á vef Björns Bjarnasonar.

Vefur Björns Bjarnasonar

Vefur Egils Helgasonar

 
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason mbl.is/Rax
mbl.is

Innlent »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Deilur um afhendingu Staðastaðar

05:30 Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Kannabismold á víðavangi

05:30 „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Re
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli halldorjonss@gmail.com...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Flísar og Fúga
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna. Vönduð vinnubrögð og áratug...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...