Íhugar að birta bréf

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, íhugar að birta um það bil helming bréfanna, sem hann sendi þjóðhöfðingjum á árunum 2000 til 2008 þar sem vikið er að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi eða þeirra getið í framhjáhlaupi um leið og fjallað var um önnur efnisatriði.

Þetta kemur fram í þættinum Spjallinu, sem Sölvi Tryggvason sér um á SkjáEinum en Sölvi ræðir við Ólaf Ragnar í þættinum í kvöld.  Hefur hann birt hluta af viðtalinu á vefsvæði sínu á pressunni.is.

Rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir því að fá afrit af tilteknum bréfum forsetans þar sem fjallað var um íslenskar fjármálastofnanir og forsvarsmenn þeirra. Forsetaembættið sendi nefndinni 17 bréf en hefur ekki viljað birta þau opinberlega og vísar til lagaákvæða.

Ólafur Ragnar segir í þætti Sölva, að nauðsynlegt sé að skapa frið og eyða tortryggni og því hafi hann velt því fyrir sér, að hugsanlega sé rétt að birta öll þau bréf, sem send voru til manna sem ekki eru lengur þjóðhöfðingjar. Um sé að ræða um það bil helming bréfanna.

Forsetinn sagðist ekki hafa tekið þessa ákvörðun enn. En mér finnst ekki þægilegt, hvorki persónulega eða fyrir forsetaembættið að sitja undir ásökunum, tortryggni og öðru af þessu tagi," segir Ólafur Ragnar.

Vefsíða Sölva

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert