Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Það er aldrei mikilvægara en nú að stjórnvöld verji hagsmuni almennings og stuðli að öguðum vinnubrögðum við stórframkvæmdir. Þetta kemur fram í  fréttatilkynningu sem Framtíðarlandið hefur sent frá sér.

Þar er harðlega deilt á forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og  verkalýðshreyfingarinnar fyrir að það reyna að koma á stóriðjuframkvæmdum með öllum ráðum, m.a. með gerð stöðuleikasáttmála.  

„Í vor gengu landsmenn til kosninga og nýr þingmeirihluti varð til. En vart var búið að telja upp úr kjörkössum þegar fréttist að samtök á vinnumarkaði, hefðu sett saman nýja efnahagsstefnu, svonefndan stöðugleikasáttmála.

Undirskriftar forsætisráðherra var krafist, ella skyllu á verkföll eða óraunhæfar  kröfur um kauphækkanir. Í sáttmálanum er meðal annars kveðið á um að   ríkisstjórnin muni greiða götu stórframkvæmda svo sem framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Þá var nefnt að kappkosta eigi að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009.

Nú er til dæmis vitnað til stöðugleikasáttmálans vegna ákvörðunar  umhverfisráðherra um umhverfismat vegna Suðvesturlínu. Stjórnvöld hafi
lofað því að greiða götu slíkra framkvæmda.

Einkennilegt er að litlar umræður skuli fara fram um þýðingu þess fyrir lýðræði í landinu að stjórnvöld afsali sér valdi í hendur samtaka á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að hlusta á rödd vinnumarkaðssamtaka eins og annarra, en annað mál er að fela þeim hluta af framkvæmdavaldinu. Hafi þeir áhuga á að stjórna landinu ættu þeir að freista þess að fá til þess umboð, með því að bjóða sig fram í almennum kosningum,“ segir m.a. fréttatilkynningunni sem má lesa í heild sinni á vef Framtíðarlandsins.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert