Fréttaskýring: Blekkingar á netinu - „frænda“ vantar fé

Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir.
Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir. Reuters

Hætturnar á netinu leynast víða og margir kannast eflaust við fréttir af árásum tölvuþrjóta og þjófnaði á auðkennum fólks á netinu. Í flestum tilvikum er verið að reyna að blekkja fólk og hafa af því fé. Notendur samskiptasíðunnar Facebook hafa ekki farið varhluta af slíkum blekkingarleik.

Íslenskur Facebook-notandi lenti óvænt í spjalli við „frænda“ sinn á síðunni í gær. Spjallið hófst nokkuð eðlilega en ekki leið á löngu þar til „frændinn“ fór að segja frá raunum sínum í London. Hann hafði verið rændur og þurfti nauðsynlega á peningaaðstoð að halda. 

Íslendingurinn tók eftir því að íslenska „frændans“ var ansi bjöguð, og því fóru að renna á hann tvær grímur. Textinn minnti fremur á eitthvað sem hefði verið þýtt í þýðingarvél Google á netinu, t.d. úr ensku yfir á íslensku. Íslendingurinn ákvað því að slíta samtalinu, enda kom á daginn að umræddur frændi var alls ekki staddur í London. Íslenskan reyndist því vera besta tölvuveiruvörnin í þessu tilfelli.

Reynt að blekkja fólk á hverjum degi

Tölvusérfræðingurinn Friðrik Skúlason segir í samtali við mbl.is að á hverjum degi sé reynt að plata íslenska sem erlenda netnotendur, hvort sem um sé að ræða Facebook eða aðrar vefsíður, s.s. örbloggvefinn Twitter. „Ef þú passar þig á því að tví- og þrítékka allt áður en þú raunverulega dregur upp seðlaveskið, þá ættirðu að vera alveg í lagi,“ segir Friðrik almennt um greiðslukortasvindl á netinu.

Hvað varðar ofangreint Facebook-spjall, þá segir Friðrik að tölvuþrjótar geti t.d. misnotað opnar síður, þ.e. síður sem séu ekki lokaðar öllum nema nánustu vinum og vandamönnum.

Þá bendir hann einnig á að ýmsar viðbætur, s.s. leikir, próf o.fl. (sérstaklega frá minni og óþekktari aðilum), sem sé að finna á Facebook geti verið mjög varasamar. Vilji fólk nota þessi forrit verði það að veita fullan aðgang að sinni síðu. „Þá geta þeir tekið hluti eins og myndir af þér, nafnið þitt og annað þess háttar,“ segir Friðrik og bætir við að hægt sé að selja þessar upplýsingar aðilum sem reyni svo að féfletta grunlausa netnotendur.

Breyttar aðferðir tölvuþrjóta

Hann segir að aðferðir tölvuþrjóta hafi verið að breytast að undanförnu. Í dag sé minna um harðar tæknilegar árásir, en meira gert af því að reyna að blekkja tölvunotendur. „Þessir vírusar og ormar, sem voru plága fyrir nokkrum árum, þeir eru algjörlega horfnir. Þessi óæskilegi hugbúnaður sem er á tölvunum í dag, þetta er annars vegar fjárkúgunarforrit og hins vegar hugbúnaður sem ætlaður er til að hræða notandann til að gera eitthvað ákveðið [scareware].“

Hann tekur dæmi um forrit sem segi notandanum að tölvan hans sé sýkt af tölvuvírus. Til að losna við hann verði hann að ljúka nokkrum skrefum. Síðasta skrefið sé oftast það að  notandinn sé beðinn um að gefa upp greiðslukortaupplýsingar svo hann geti keypt vírusvarnarhugbúnað, sem reynist svo oftar en ekki vera eitthvað bull.

Friðrik tekur hins vegar fram að það séu ekki margir sem falli fyrir blekkingum tölvuþrjótanna, sem í flestum tilvikum tengjast skipulögðum glæpahópum í Austur-Evrópu. Þá bendir hann á að það sé þekkt að hægt sé að kaupa og selja greiðslukortaupplýsingar á sérstökum uppboðsvefjum á netinu. Um gríðarlegar fjárhæðir sé að ræða. 

Notandinn sjálfur veikasti hlekkurinn

Hann segir að svindlið sé að sjálfssögðu ekki einvörðungu bundið við Facebook heldur fjölmargar fleiri vefsíður, t.d. einnig örbloggvefinn Twitter sem fyrr segir. Í sumum tilfella sé um að ræða tölvuvírusa sem sýki tölvur með þeim hætti að send séu boð úr tölvu viðkomandi og í hans nafni, t.d. frá Twitter-síðu hans, til annars aðila. Hann sé t.d. hvattur til að heimsækja tiltekna vefsíðu. Friðrik segir að þetta sé eitt dæmi um það hvernig tölvuþrjótar reyni að blekkja fólk og láta það halda að vinir og vandamenn séu að senda skilaboðin.

Friðrik segir að framleiðundur stýrikerfa, t.d. Microsoft, Apple og Linux, hafi unnið markvisst að því að gera stýrikerfin sjálf öruggari. Veikasti hlekkurinn í keðjunni sé því sjálfur notandinn. „Það skiptir engu máli hversu öruggt stýrikerfið er ef það er hægt að plata notandann til að leyfa hitt og þetta, eða gefa hinar og þessar upplýsingar [upp á netinu, t.d. greiðslukortaupplýsingar],“ segir Friðrik.

Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög ...
Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög bjagaðri íslensku.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann. Reuters
mbl.is

Innlent »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »

Skipstjóri fær frest til að kynna sér gögn

13:38 Búið er að fresta máli skipstjóra sem ákærður er fyrir að hafa framið almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng í Arnarfirði á Vestfjörðum. Málið verður næst tekið fyrir 6. september. Meira »

„Þarna fann ég að ég er ekki ein“

13:10 Áslaug Ýr Hjartardóttir, sem fyrr í sumar stefndi íslenska ríkinu vegna synjunar á endurgjaldslausri túlkaþjónustu fyrir ferð hennar til Svíþjóðar í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndunum, er nú komin heim eftir dvölina. Meira »

Greiða milljarð innan tíu daga

13:08 „Þetta er rúmlega 200 blaðsíðna dómur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekkert hægt að segja,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, kísilversins í Helguvík. Meira »

Makrílvertíðarstemning í Neskaupstað

13:05 Líf og fjör er nú í höfn Neskaupstaðar þar sem veiðiskipin skiptast á að koma og fara, á meðan flutningaskip lesta afurðirnar. Makrílvertíðarstemning er í bænum. Meira »

Skjálfti að stærð 3,9 fannst víða

12:10 Skjálfti af stærð 3,9, með upptök um þrjá km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð kl. 11:40. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Minigolfvöllur vígður í Guðmundarlundi

13:00 Nýr minigolfvöllur var tekinn í notkun í Guðmundarlundi í Kópavogi á sumarhátíð eldri borgara í gær. Hugmyndaríkur Kópavogsbúi benti á að tilvalið væri að setja upp minigolfvöll í lundinum og samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillöguna. Meira »

Rafmagnslausir með brotið mastur

11:53 Óljóst er hvert framhaldið verður með bandarísku skútuna sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í nótt. Landhelgisgæslan segir að það fari eftir ástandi hennar, en mastrið hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þrír voru um borð í skútunni sem sluppu allir ómeiddir. Meira »

Ferðir Herjólfs felldar niður

11:31 Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum, sem áætluð var klukkan 11, hefur verið felld niður vegna ölduhæðar og sjávarstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum. Meira »

Klára síðasta kaflann í dag

11:29 „Þetta er nú bara held ég alveg að verða búið. Þetta er síðasti kaflinn á Suðurlandsvegi í bili við klárum í dag,“ segir Gunnar Örn Erlingsson hjá malbikunarstöðinni Hlaðbær Coals hf. sem annast malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi. Meira »

Skjálfta­hrina við Fagradalsfjall

11:24 Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestan af Keili, í morgun. Síðan þá hafa mælst 40 skjálftar, af stærðinni 1,0 og 2,0. Hrinan er enn í gangi að sögn vakthafandi jarðskjálftafræðings. Meira »

Skútan er fundin

10:54 Bandaríska skútan sem óttast var að hefði lent í vandræðum er fundin og allir þrír í áhöfninni eru um borð. Ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag. Meira »

Veita styrki fyrir tvær milljónir króna

10:05 Fjórir nemendur við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík munu fá samtals tvær milljónir króna frá IceFish-námssjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem fram fer dagana 13.-15. september. Meira »

Spennandi tímar fram undan á fatasölumarkaði

09:56 Verslunin Zara í Smáralind lokar tímabundið um mánaðamótin vegna endurnýjunar á verslunarrýminu. Ný og endurbætt verslun opnar aftur í október. Rekstrarstjóri Zöru segir að spennandi tímar séu fram undan í fatasölumarkaði. Meira »

Sjálfvirku hliðin flýta mikið fyrir

10:44 Ný sjálfvirk landamærahlið sem tekin voru í notkun um miðjan síðasta mánuð á Keflavíkurflugvelli hafa gefið mjög góða raun. Komu- og brottfararfarþegar á leið til og frá ríkjum utan Schengen-svæðisins þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og býðst ríkisborgurum Evrópusambandsins og EES-ríkja eldri en 18 ára að skanna vegabréfið handvirkt við sjálfvirku hliðin. Meira »

Mengun í Mosfellsbæ sé næstum daglegt brauð

10:00 Bæjarfulltrúi Íbúarhreyfingarinnar í Mosfellsbæ, segir mengunina í Mosfellsbæ vera gamlar fréttir fyrir hverfisbúa. Mengunarmál séu næstum daglegt brauð og aðgerðarleysi bæjarins vera söguna endalausu. Meira »

Ekki skilja hundana eftir úti í bíl

09:19 Hundaeigendum er bent á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Antik konsúlskápur og spegill
Mublan er í góðu ásigkomulagi og það er nýbúið að skipta um spegil. Verð 39.000 ...
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.net ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...