Fréttaskýring: Blekkingar á netinu - „frænda“ vantar fé

Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir.
Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir. Reuters

Hætturnar á netinu leynast víða og margir kannast eflaust við fréttir af árásum tölvuþrjóta og þjófnaði á auðkennum fólks á netinu. Í flestum tilvikum er verið að reyna að blekkja fólk og hafa af því fé. Notendur samskiptasíðunnar Facebook hafa ekki farið varhluta af slíkum blekkingarleik.

Íslenskur Facebook-notandi lenti óvænt í spjalli við „frænda“ sinn á síðunni í gær. Spjallið hófst nokkuð eðlilega en ekki leið á löngu þar til „frændinn“ fór að segja frá raunum sínum í London. Hann hafði verið rændur og þurfti nauðsynlega á peningaaðstoð að halda. 

Íslendingurinn tók eftir því að íslenska „frændans“ var ansi bjöguð, og því fóru að renna á hann tvær grímur. Textinn minnti fremur á eitthvað sem hefði verið þýtt í þýðingarvél Google á netinu, t.d. úr ensku yfir á íslensku. Íslendingurinn ákvað því að slíta samtalinu, enda kom á daginn að umræddur frændi var alls ekki staddur í London. Íslenskan reyndist því vera besta tölvuveiruvörnin í þessu tilfelli.

Reynt að blekkja fólk á hverjum degi

Tölvusérfræðingurinn Friðrik Skúlason segir í samtali við mbl.is að á hverjum degi sé reynt að plata íslenska sem erlenda netnotendur, hvort sem um sé að ræða Facebook eða aðrar vefsíður, s.s. örbloggvefinn Twitter. „Ef þú passar þig á því að tví- og þrítékka allt áður en þú raunverulega dregur upp seðlaveskið, þá ættirðu að vera alveg í lagi,“ segir Friðrik almennt um greiðslukortasvindl á netinu.

Hvað varðar ofangreint Facebook-spjall, þá segir Friðrik að tölvuþrjótar geti t.d. misnotað opnar síður, þ.e. síður sem séu ekki lokaðar öllum nema nánustu vinum og vandamönnum.

Þá bendir hann einnig á að ýmsar viðbætur, s.s. leikir, próf o.fl. (sérstaklega frá minni og óþekktari aðilum), sem sé að finna á Facebook geti verið mjög varasamar. Vilji fólk nota þessi forrit verði það að veita fullan aðgang að sinni síðu. „Þá geta þeir tekið hluti eins og myndir af þér, nafnið þitt og annað þess háttar,“ segir Friðrik og bætir við að hægt sé að selja þessar upplýsingar aðilum sem reyni svo að féfletta grunlausa netnotendur.

Breyttar aðferðir tölvuþrjóta

Hann segir að aðferðir tölvuþrjóta hafi verið að breytast að undanförnu. Í dag sé minna um harðar tæknilegar árásir, en meira gert af því að reyna að blekkja tölvunotendur. „Þessir vírusar og ormar, sem voru plága fyrir nokkrum árum, þeir eru algjörlega horfnir. Þessi óæskilegi hugbúnaður sem er á tölvunum í dag, þetta er annars vegar fjárkúgunarforrit og hins vegar hugbúnaður sem ætlaður er til að hræða notandann til að gera eitthvað ákveðið [scareware].“

Hann tekur dæmi um forrit sem segi notandanum að tölvan hans sé sýkt af tölvuvírus. Til að losna við hann verði hann að ljúka nokkrum skrefum. Síðasta skrefið sé oftast það að  notandinn sé beðinn um að gefa upp greiðslukortaupplýsingar svo hann geti keypt vírusvarnarhugbúnað, sem reynist svo oftar en ekki vera eitthvað bull.

Friðrik tekur hins vegar fram að það séu ekki margir sem falli fyrir blekkingum tölvuþrjótanna, sem í flestum tilvikum tengjast skipulögðum glæpahópum í Austur-Evrópu. Þá bendir hann á að það sé þekkt að hægt sé að kaupa og selja greiðslukortaupplýsingar á sérstökum uppboðsvefjum á netinu. Um gríðarlegar fjárhæðir sé að ræða. 

Notandinn sjálfur veikasti hlekkurinn

Hann segir að svindlið sé að sjálfssögðu ekki einvörðungu bundið við Facebook heldur fjölmargar fleiri vefsíður, t.d. einnig örbloggvefinn Twitter sem fyrr segir. Í sumum tilfella sé um að ræða tölvuvírusa sem sýki tölvur með þeim hætti að send séu boð úr tölvu viðkomandi og í hans nafni, t.d. frá Twitter-síðu hans, til annars aðila. Hann sé t.d. hvattur til að heimsækja tiltekna vefsíðu. Friðrik segir að þetta sé eitt dæmi um það hvernig tölvuþrjótar reyni að blekkja fólk og láta það halda að vinir og vandamenn séu að senda skilaboðin.

Friðrik segir að framleiðundur stýrikerfa, t.d. Microsoft, Apple og Linux, hafi unnið markvisst að því að gera stýrikerfin sjálf öruggari. Veikasti hlekkurinn í keðjunni sé því sjálfur notandinn. „Það skiptir engu máli hversu öruggt stýrikerfið er ef það er hægt að plata notandann til að leyfa hitt og þetta, eða gefa hinar og þessar upplýsingar [upp á netinu, t.d. greiðslukortaupplýsingar],“ segir Friðrik.

Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög ...
Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög bjagaðri íslensku.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann. Reuters
mbl.is

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »
Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...