Fréttaskýring: Blekkingar á netinu - „frænda“ vantar fé

Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir.
Facebook og Twitter eru afar vinsælir samskiptavefir. Reuters

Hætturnar á netinu leynast víða og margir kannast eflaust við fréttir af árásum tölvuþrjóta og þjófnaði á auðkennum fólks á netinu. Í flestum tilvikum er verið að reyna að blekkja fólk og hafa af því fé. Notendur samskiptasíðunnar Facebook hafa ekki farið varhluta af slíkum blekkingarleik.

Íslenskur Facebook-notandi lenti óvænt í spjalli við „frænda“ sinn á síðunni í gær. Spjallið hófst nokkuð eðlilega en ekki leið á löngu þar til „frændinn“ fór að segja frá raunum sínum í London. Hann hafði verið rændur og þurfti nauðsynlega á peningaaðstoð að halda. 

Íslendingurinn tók eftir því að íslenska „frændans“ var ansi bjöguð, og því fóru að renna á hann tvær grímur. Textinn minnti fremur á eitthvað sem hefði verið þýtt í þýðingarvél Google á netinu, t.d. úr ensku yfir á íslensku. Íslendingurinn ákvað því að slíta samtalinu, enda kom á daginn að umræddur frændi var alls ekki staddur í London. Íslenskan reyndist því vera besta tölvuveiruvörnin í þessu tilfelli.

Reynt að blekkja fólk á hverjum degi

Tölvusérfræðingurinn Friðrik Skúlason segir í samtali við mbl.is að á hverjum degi sé reynt að plata íslenska sem erlenda netnotendur, hvort sem um sé að ræða Facebook eða aðrar vefsíður, s.s. örbloggvefinn Twitter. „Ef þú passar þig á því að tví- og þrítékka allt áður en þú raunverulega dregur upp seðlaveskið, þá ættirðu að vera alveg í lagi,“ segir Friðrik almennt um greiðslukortasvindl á netinu.

Hvað varðar ofangreint Facebook-spjall, þá segir Friðrik að tölvuþrjótar geti t.d. misnotað opnar síður, þ.e. síður sem séu ekki lokaðar öllum nema nánustu vinum og vandamönnum.

Þá bendir hann einnig á að ýmsar viðbætur, s.s. leikir, próf o.fl. (sérstaklega frá minni og óþekktari aðilum), sem sé að finna á Facebook geti verið mjög varasamar. Vilji fólk nota þessi forrit verði það að veita fullan aðgang að sinni síðu. „Þá geta þeir tekið hluti eins og myndir af þér, nafnið þitt og annað þess háttar,“ segir Friðrik og bætir við að hægt sé að selja þessar upplýsingar aðilum sem reyni svo að féfletta grunlausa netnotendur.

Breyttar aðferðir tölvuþrjóta

Hann segir að aðferðir tölvuþrjóta hafi verið að breytast að undanförnu. Í dag sé minna um harðar tæknilegar árásir, en meira gert af því að reyna að blekkja tölvunotendur. „Þessir vírusar og ormar, sem voru plága fyrir nokkrum árum, þeir eru algjörlega horfnir. Þessi óæskilegi hugbúnaður sem er á tölvunum í dag, þetta er annars vegar fjárkúgunarforrit og hins vegar hugbúnaður sem ætlaður er til að hræða notandann til að gera eitthvað ákveðið [scareware].“

Hann tekur dæmi um forrit sem segi notandanum að tölvan hans sé sýkt af tölvuvírus. Til að losna við hann verði hann að ljúka nokkrum skrefum. Síðasta skrefið sé oftast það að  notandinn sé beðinn um að gefa upp greiðslukortaupplýsingar svo hann geti keypt vírusvarnarhugbúnað, sem reynist svo oftar en ekki vera eitthvað bull.

Friðrik tekur hins vegar fram að það séu ekki margir sem falli fyrir blekkingum tölvuþrjótanna, sem í flestum tilvikum tengjast skipulögðum glæpahópum í Austur-Evrópu. Þá bendir hann á að það sé þekkt að hægt sé að kaupa og selja greiðslukortaupplýsingar á sérstökum uppboðsvefjum á netinu. Um gríðarlegar fjárhæðir sé að ræða. 

Notandinn sjálfur veikasti hlekkurinn

Hann segir að svindlið sé að sjálfssögðu ekki einvörðungu bundið við Facebook heldur fjölmargar fleiri vefsíður, t.d. einnig örbloggvefinn Twitter sem fyrr segir. Í sumum tilfella sé um að ræða tölvuvírusa sem sýki tölvur með þeim hætti að send séu boð úr tölvu viðkomandi og í hans nafni, t.d. frá Twitter-síðu hans, til annars aðila. Hann sé t.d. hvattur til að heimsækja tiltekna vefsíðu. Friðrik segir að þetta sé eitt dæmi um það hvernig tölvuþrjótar reyni að blekkja fólk og láta það halda að vinir og vandamenn séu að senda skilaboðin.

Friðrik segir að framleiðundur stýrikerfa, t.d. Microsoft, Apple og Linux, hafi unnið markvisst að því að gera stýrikerfin sjálf öruggari. Veikasti hlekkurinn í keðjunni sé því sjálfur notandinn. „Það skiptir engu máli hversu öruggt stýrikerfið er ef það er hægt að plata notandann til að leyfa hitt og þetta, eða gefa hinar og þessar upplýsingar [upp á netinu, t.d. greiðslukortaupplýsingar],“ segir Friðrik.

Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög ...
Eins og hér sést er texti frændans skrifaður á mjög bjagaðri íslensku.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann.
Margir nota Twitter í gegnum farsímann. Reuters
mbl.is

Innlent »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir pylsu-drottning í Bæjarin beztu kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 Hún sagði alltaf hafa legið fyrir að ekkert tilefni væri fyrir Bjarta framtíð og Viðreisn að hlaupast á brott. Á fundi formanna allra flokka á dögunum var samþykkt að frumvarp Sigríðar um uppreist æru fái meðferð á núverandi þingi, og var það eina málið sem samstaða náðist um. „Það verður að vera Sjálfstæðisflokkurinn sem lýkur því máli því það hefur hvorki heyrst hóst né stuna frá öðrum flokkum um hvernig á að fara að því.“ Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...