Heilbrigðiseftirlit lýsir yfir áhyggjum vegna vatnsverndarsvæðis

Áætlað er að Suðvesturlínan svokallaða sem á að liggja frá Hellisheiði til Reykjaness fari þvert yfir vatnsverndarsvæði Reykvíkinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur þungar áhyggjur af málinu.

Fulltrúi í Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Garðar Mýrdal, segir Heilbrigðiseftirlitið hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri lagningu Suðvesturlínu en henni er ætlað að fara þvert yfir vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Segir hann í viðtali við Fréttir Stöðvar 2 að engu líkara sé en að línan hafi verið lögð með reglustiku án tillits til landsvæðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert