Kósí fyrir Kosen

Hann er væntanlegur til landsins í kvöld, Tyrkinn Sultan Kosen, sem heimsmetabók Guinness hefur útnefnt hæsta mann í heimi. Eins og gefur að skilja duga engin venjuleg húsgögn fyrir mann sem er tveir metrar og 46 og hálfur sentímetri á hæð.

Því óskaði hótelstýran á Icelandair Hótel Loftleiðum, þar sem Kosen mun dveljast, eftir aðstoð GÁ húsgagna við að bjarga stól fyrir hann. Það  endaði með því að fyrirtækið smíðaði hægindastól frá grunni fyrir þennan stórbrotna mann.  

Á morgun hittir Kosen fjölmiðlafólk og á laugardag mun hann sennilega verða mjúkum stólnum feginn, þar sem hann mun sitja við að árita Heimsmetabókina fyrir íslenska kaupendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert