Reyna að tryggja friðinn í dag

Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, eiga sitthvað vantalað …
Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, eiga sitthvað vantalað við ríkisstjórnina. Árni Sæberg

Fundahöld verða stíf í dag á milli aðila vinnumarkaðarins, enda hanga bæði gildandi kjarasamningar og svokallaður stöðugleikasáttmáli á bláþræði vegna bágs ástands í efnahagsmálum. Kjarasamningar renna út á þriðjudaginn ef ekki næst samstaða um að endurnýja þá. Að óbreyttu verður það ekki gert.

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulfísins og samninganefnd Alþýðusambands Íslands munu hittast á fundi klukkan tvö í dag í húsnæði ASÍ. Eftir þann fund verður haldið í stjórnarráðið til að ræða við ríkisstjórnina klukkan þrjú. Eftir það munu SA og ASÍ svo funda aftur.

Í samtali við mbl.is segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, að verið sé að halda áfram með viðræður um þau mál sem standa út af. Hann segir að stærstu málin varði fjárfestingar í atvinnulífinu á næsta ári, ekki síst í stóriðjuframvæmdum og við Suðvesturlínur Landsnets. „Þar hefur ríkisstjórnin komið inn með aðgerðir sem setja allt í uppnám,” segir Vilhjálmur.

Þar á hann við um orku- og kolefnisskatta og ákvörðun umhverfisráðherra um að visa ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameignlegt umhverfismat vegna Suðvesturlína aftur til stofnunarinnar. Þar að auki verði skattamálin til umræðu og vaxtastigið í landinu. Þar að auki þurfi að fá ríkissjtórnina til að afturkalla yfirlýsingar sem rjúfi allan starfsfrið í sjávarútvegi, og á hann þar við um yfirlýsingar um að fyrningarleið verði farin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert