Vill öll Norðurlöndin á evrusvæði

Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands.
Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands. mbl.is/RAX

Matti Vanhanen, forsætisráðherra, Finnlands, ítrekar í viðtali við finnska ríkisútvarpið, YLE, að hann vilji sjá öll Norðurlöndin innan Evrópusambandsins og á evrusvæðinu. Þrjú Norðurlandanna, Finnland, Svíþjóð og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu en aðeins Finnar eru aðilar að evrópska myntbandalaginu.

Vanhanen segir, að Finnar muni halda sig við þá stefnu, að vera ekki í Atlantshafsbandalaginu en hins vegar hafi samstarf í varnarmálum verið byggt upp í tengslum við starfsemi bandalagsins. Noregur, Danmörk og Ísland eiga aðild að NATO. 

Þegar Vanhanen er spurður hvort nauðsynlegt sé að Norðurlöndin séu öll aðilar að Evrópusambandinu eða NATO svarar hann að hvert land fyrir sig verði að taka eigin ákvarðanir. 

„En ég tel að það væri eðlilegt markmið allra ríkjanna að stefna að aðild bæði að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Ég tel hins vegar ekki að það eigi að vera sérstakt markmið Norðurlandanna að taka sameiginlegar ákvarðanir um varnarmál. Finnland mun taka sínar eigin ákvarðanir," segir Vanhanen. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert