Fagnaði ESB-umsókn Íslands

Fredrik Reinfeldt setur þing Norðurlandaráðs í dag.
Fredrik Reinfeldt setur þing Norðurlandaráðs í dag. mynd/norden.org

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, fagnaði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu þegar hann setti Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi í dag.

Reinfeldt sagði, að aðild Íslands að sambandinu myndi auka vægi Norðurlanda í ESB og beina sjónum Evrópusambandsins í norður.

Þá sagði hann að orku- og umhverfismál verði sérstaklega mikilvæg málefni og hann lagði einnig áherslu á að pólitískt starf á Norðurskautssvæðinu væri mikilvægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert