Stjórn SA fundar í hádeginu

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Samtaka atvinnulífsins mun koma saman í hádeginu í dag til að fara yfir stöðu mála í tengslum við viðræður fulltrúa vinnumarkaðarins og stjórnvalda um stöðugleikasáttmálann. „Við reiknum með að þetta klárist í dag,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

„Það er verið að ræða málin áfram við ríkisstjórnina,“ segir hann í samtali við mbl.is. Menn haldi áfram að reyna ná fram breytingum á yfirlýsingu stjórnvalda varðandi mikilvæg mál.

„Við fengum útspil frá henni [ríkisstjórninni] þar sem þetta miðaði saman, en ekki nærri nógu langt. Það er spurning hvort þetta hrekkur í liðinn í dag,“ segir Vilhjálmur og bætir við að það sé ekki útilokað að það gerist.

Málið snúist nú um pólitískar ákvarðarnir ríkisstjórnarinnar.

Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið ræddar er að SA og ASÍ segi sig frá samstarfi um stöðugleikasáttmálann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert