Fiski fyrir hundruð milljóna króna hent í sjóinn í fyrra?

Í nýrri skýrslu um brottkast á fiski kemur fram, að á síðasta ári hafi brottkastið numið rúmlega þrjú þúsund tonnum af þorski og ýsu samanlagt; 1.090 tonnum af þorski og 1.935 tonnum af ýsu.

Undirmálsfiskur er væntanlega stærsti hlutinn af brottkastinu, en eigi að síður eru veruleg verðmæti fólgin í þessum fiski. Miðað við sölutölur um undirmálsfisk á mörkuðum hefðu í fyrra hugsanlega getað fengist 345 milljónir til viðbótar fyrir þennan fisk sem var hent beint í sjóinn aftur. Um 173 milljónir fyrir þorskinn og 213 milljónir fyrir undirmálsýsuna.

Nánar er fjallað um brottkast á fiski í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert