Eftirlit með rjúpnaveiðum

Lögreglan mun líta eftir því að farið verði að lögum …
Lögreglan mun líta eftir því að farið verði að lögum við rjúpnaveiðar. mbl.is

Lögreglan í Borgarnesi mun hafa eftirlit með því að rjúpnaveiðimenn fari að lögum og reglum að venju. Eftirlitið verður bæði á landi og í lofti, að sögn lögreglunnar. Veiðitími á rjúpu hefst á morgun.

Veiðimenn mega því búast við að vera stöðvaðir í umdæmi Borgarnesslögreglunnar og að þurfa að framvísa veiðikorti og skotvopnaleyfi. Þá verður fylgst með því að byssur rúmi mest tvö skot í skotgeymi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert