„Hneyksli á Íslandi“

Norski fréttavefurinn ABC Nyheter hefur birt frétt, með fyrirsögninni „Þinghneyksli á Íslandi“, þar sem íslenska ríkisstjórnin er sögð hafa fullvissað Hollendinga og Breta um að öruggur meirihluti sé á Alþingi fyrir nýja samkomulaginu um Icesave.

Fréttavefurinn rekur málið allítarlega og lýsir því sem „hneyksli“ að stjórnin skuli hafa fullvissað Hollendinga og Breta um að nægur stuðningur sé við samkomulagið þótt málið hafi ekki verið afgreitt á þinginu.

Fréttavefurinn hefur eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að gert sé ráð fyrir því að Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fallist á nýja samkomulagið. „Ég hef miklar áhyggjur, en er ekki tilbúinn til að komast að niðurstöðu ennþá,“ hefur fréttavefurinn eftir Ögmundi.

Frétt ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert