Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ

Aðalsteinn Baldursson.
Aðalsteinn Baldursson.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir að með aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær staðfesti Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að bannað sé að hafa aðrar skoðanir á kjaramálum en hann og hans fáu stuðningsmenn.

„Þrátt fyrir að Gylfi sé aðeins búinn að sitja í stól forseta ASÍ í eitt ár er hann væntanlega þegar orðinn óvinsælasti forseti sem setið hefur á þeim stalli, í sögu Alþýðusambands Íslands, sem er afrek út af fyrir sig,“ segir Aðalsteinn í pistli á vef Framsýnar.

Hann neitar því að hafa misst tiltrú og kveður 96% félagsmanna í Framsýn ánægð með störf félagsins. Hins vegar hafi hann tapað tiltrú Gylfa og stuðningsmanna hans fyrir að hafa eigin skoðanir. „Og fyrir það skal ég fá að gjalda með einum eða öðrum hætti. Hvorki Gylfa né hans hirð mun takast að kæfa niður mínar eða skoðanir félagsmanna Framsýnar og þeirra stéttarfélaga sem hafa aðra sýn á kjaramál en rúmast innan ákveðins hóps hjá ASÍ,“ segir Aðalsteinn.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert