Segir féð ekki hafa neitt verndargildi

Vilji einhver vill taka að sér að hafa eftirlit með villifénu sem gefur gengið úti í áratugi á Vestfjörðum, og fóðra það reglulega, mætti skoða að leyfa því að vera áfram, segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands við Ríkisútvarpið. Hann segir að féð sé hins vegar ekkert sérstakt og hafi ekkert verndargildi.

Sauðfé sem verið hefur í fjallgarðinum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar um áratugi er sagt ólíkt því fé sem finnst á hefðbundnum sveitabæjum landsins. Villikindurnar eru talsvert háfættari og mjög fimar í klettum. Það er andstætt lögum að fé gangi laust að vetri til, án þess að hirt sé um það. Í fyrradag var smalað og náðust 19 kindur, en 4-5 eru enn í fjallgarðinum.

Ríkisútvarpið hefur eftir Ólafi, að fé eins og þetta, háfætt, gróft og gisvaxið, finnist enn á landinu og hafi ekkert sérstakt verndargildi. Fráleitt sé að halda því fram að þetta séu síðustu afkomendur landnámskindarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert