Góð tíðindi fyrir Reykjanesbæ

Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarin misseri við væntanlegt álver Norðuráls …
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarin misseri við væntanlegt álver Norðuráls í Helguvík. mbl.is/RAX

„Þetta getur boðað ánægjuleg tíðindi og það ætti að vera hægt að klára þetta mál fyrir jól með þessari niðurstöðu enda ekki hægt að klára fjármögnun fyrr en það er afgreitt,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að umhverfisáhrif  Suðvesturlína skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum sem tengjast fyrirhuguðu álveri í Helguvík á Reykjanesi. 

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, felldi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar frá í mars, að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og öðrum framkvæmdum sem tengjast framkvæmdum í Helguvík, úr gildi í september og lagði fyrir Skipulagsstofnun að taka málið fyrir að nýju.

Árni segir að þar sem úrskurðurinn sé í raun óbreyttur með þessari niðurstöðu og ráðuneytið búið að skoða málið mjög ítarlega ætti ekki að þurfa að dvelja lengi við það. Hins vegar þurfi að taka tillit til þess að kærufrestur rennur út 4. desember og þá ætti að vera hægt að afgreiða það hratt í framhaldi af því að kærufresti lýkur.

Suðvesturlínum er ætlað að styrkja rafmagnsflutningskerfið frá Hellisheiði að Reykjanesi. Árni segir línuna eins og veikan tannþráð inn á svæðið í dag, og það þurfi, óháð fyrirhuguðum framkvæmdum, að styrkja línuna inn á svæðið fyrir þau fyrirtæki sem þar eru.

Hann segir það gefa auga leið að við fyrirhugaðar framkvæmdir er krafan um sterkari línur meiri, en uppi á borðum eru áætlanir um álver í Helguvík, gagnaver, virkjanir sem geta lagt inn orku á landsnetið, auk þess sem komið var starfsleyfi komið fyrir kísilver sem er að vísu í bið.


Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert