Jón vildi ekki sleppa Hafró

Frá sýnatöku starfsmanna Hafró á Suðurnesjum.
Frá sýnatöku starfsmanna Hafró á Suðurnesjum. mbl.is/hafro.is

Sú hugmynd að flytja málefni Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar frá sjávarútvegsráðuneytinu til umhverfisráðuneytisins fær ekki háa einkunn hjá Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Hann sagði á aðalfundi LÍÚ í gær að hugmyndin væri fráleit og að hann hefði með öllu hafnað hugmyndunum. Jón hafði sitt í gegn því að í lögum um breytingar á verkaskiptingu stjórnarráðsins var ekki gert ráð fyrir breytingum á stöðu Hafró.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert