Lögreglan á Austurlandi vill líka fá Taser valdbeitingartæki

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu sem starfsbræður …
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu sem starfsbræður hans í Kanada bera. AP

Lögreglufélag Austurlands samþykkti á aðalfundi sínum í gær ályktun þar sem félagið fagnar því að embætti Ríkislögreglustjóra leggi til að sérsveit RLS taki Taser valdbeitingartækið í notkun.

Þá hvatti fundurinn einnig til þess að "misvel tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni, sem löngum stundum starfa einir, fjarri allri aðstoð og leysa oft á tímum samskonar mál og sérsveit RLS verði einnig búnir þessum tækjum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert