Vill ekki eyrnamerkta skatta

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag að grunnatvinnuvegir landsins  verði að vera í stakk búnir til að bera eðlileg gjöld til samneyslunnar.

„Mér hugnast ekki hugmyndir um eyrnamerkingu framlaga atvinnulífsins þannig að Samtök atvinnulífsins geti með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar ákveðið hvernig skattpeningum frá fyrirtækjum verði ráðstafað," sagði hann.

Árni Páll sagði, að atvinnulífið eigi að sjálfsögðu að borga skatta til ríkisins með almennum hætti eins og allir aðrir enda væru þau þátttakendur í samfélaginu eins og einstaklingarnir.

„Ég hef líka miklar efasemdir um skynsemi þess að hækka tryggingagjald frekar. Sá skattstofn leggst á laun og eykur tilkostnað af launagreiðslum. Eigum við, í mesta atvinnuleysi sem við höfum séð í áratugi, að gera það enn dýrara fyrir fyrirtæki að hafa fólk í vinnu? Þessar hugmyndir henta vel sumum atvinnugreinum eins og stóriðjunni, þar sem launakostnaður skiptir hlutfallslega litlu máli, en bitna hart á sprotafyrirtækjum og ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru uppspretta flestra starfa í samfélaginu. Sveitarfélögin munu þurfa að hækka útsvar til að standa undir sínum hluta af skattheimtu af þessum toga. Hækkun tryggingagjalds leggst þungt á ríkið og kalla á frekari niðurskurð á opinberri þjónustu," sagði Árni Pál Árnason m.a.

Ræðan félagsmálaráðherra í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert