1998: Eigendur njóta trausts

Tveir fulltrúar Kaupþings hafa sest í stjórn 1998 ehf. sem ...
Tveir fulltrúar Kaupþings hafa sest í stjórn 1998 ehf. sem fer með eignarhald á Högum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson


Áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda í þeim fyrirtækjum sem Nýi Kaupþing þarf að afskrifa skuldir hjá eða umbreyta skuldum í hlutafé er háð því að þeir njóti sérstaks trausts og þeir þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins. Þetta kemur fram í verklagsreglum bankans um lausnir á skuldavanda fyrirtækja. Síðasta útgáfan af þeim reglum er frá því í september og er aðgengileg á Netinu. Þessar reglur hafa því verið hafðar til hliðsjónar af stjórnendum bankans við vinnslu á skuldamálum 1998, eignahaldsfélags Haga sem á og rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 fjölda annarra verslana.

Fram hefur komið í fréttum að eigendur 1998 ehf., sem eru Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda, hafi fengið nokkurra vikna frest frá Nýja Kaupþing til þess að koma með nýtt hlutafé inn í félagið. Hafa fimm til sjö milljarðar króna verið  nefndur í þessu samhengi. Með þessu fjárframlagi munu núverandi eigendur tryggja sér eignarhald sitt á Högum áfram. Félagið 1998 er skuldsett og eru Hagar eina eign þess.

 Félagið skuldar Nýja Kaupþing tæpa fimmtíu milljarða króna. Skuldin er tilkomin þegar Jón Ásgeir og fjölskylda keyptu Haga af sjálfum sér úr Baugi í fyrra. Bankinn lánaði 1998 allt kaupverðið en það 30 milljörðum á gengi þess tíma og fylgdi 15 milljarða rekstrarskuld með í kaupunum. Lánsféð var svo nýtt til þess að greiða eldri skuld Baugs við Kaupþing sem nam 25 milljörðum og aðra skuld við Glitni sem nam fimm milljörðum.

Leiða má líkum að því að þegar lánasamkomulagið var gert hafi það falið í sér að rekstur Haga ætti að standa undir lánagreiðslum til bankans. Hins vegar virðist fleira hafa þurft að koma til og því samhengi má nefna að Hagar voru nýverið endurfjármagnaðir með lánum frá Nýja Kaupþing og NBI með því að greiða upp skuldabréfaflokk. Fram hefur komið í fréttum að uppreiknað verð skuldabréfaflokksins hafi numið á bilinu 10 til 11 milljarða.

Þannig má leiða líkum að því að fimm til sjö milljarðar muni hrökkva skammt til þegar kemur að 1998 vegna skuldsetningar félagsins. Líklegt verður að teljast að það þurfi að koma til afskrifta eða umbreytingar á 50 milljarða skuld félagsins við Nýja Kaupþing  eigi fimm til sjö milljarða fjárframlag frá núverandi eigendum að duga til að tryggja félagið til frambúðar. Þetta hlýtur þá að virkja ákvæði í verklagsreglum Nýja Kaupþings um hæfi eigenda og stjórnenda til þess að taka þátt í rekstri félaga sem bankinn hefur komið til bjargar.


Eigendur 1998 virðast njóta þess trausts hjá forráðamönnum Nýja Kaupþings sem kveðið er á um í verklagsreglunum. Þannig situr Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, í nýskipaðri stjórn félagsins ásamt tveim fulltrúum bankans, þeim Sigurjóni Pálssyni og Regin Mogensen. Jón Ásgeir, sonur Jóhannesar, hefur ekki komið til greina þegar kom að því að skipa stjórnina þar sem hann má ekki sitja í stjórn félagsins vegna dóms sem hann hlaut á sínum tíma vegna starfa sinna hjá Baugi. Gjaldþrot Baugs hefur greinilega ekki orðið til þess að minnka traust forráðamanna Nýja Kaupþings en heildarkröfur í þrotabúið námu 316,7 milljörðum króna. Fram kom í frétt Morgunblaðsins þann 9. september að 27 milljarða kröfu skilanefndar Kaupþings í þrotabúið hafi verið hafnað með fyrirvörum. Samkvæmt lánabók Kaupþings frá því í september í fyrra voru lánveitingar til Baugs á gengi dagsins í dag tæpum 88 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingunni hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...