Göngudeild SÁÁ lokað ef fjárframlög minnka

Fáni SÁÁ
Fáni SÁÁ

Ef áform um skert fjárframlög hins opinbera til SÁÁ verða að veruleika er ljóst að göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað. Þetta kemur fram í pistli eftir Þórarinn Tyrfingsson á heimasíðu SÁÁ. Þar segir hann að á síðasta ári hafi komið 1.766 einstaklingur á Vog, og þar af hafi 400 manns verið búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þar af hafi verið 153 frá Norðurlandi.

,,Akureyringar og annað fólk utan að landi þarf að hafa meira fyrir því að komast á Vog en fólkið á Reykjavíkursvæðinu. Það er tímafrekara, óþægilegar og dýrara. Menn mega því vera vissir um að þetta fólk hefur áður reynt að nota úrlausnir sem heilbrigðisstarfsmenn í heimabyggð hafa upp á að bjóða. Norðlendingar eru ekki að koma á Vog að óþörfu," segir Þórarinn.

Pistill Þórarins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert