Rjúpnaskyttur sem kunna sig ekki

mbl.is/Ingólfur

Rjúpnaveiðimenn á Suðurlandi hafa sést aka fjórhjólum utan vega við veiðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Slíkt er stranglega bannað, enda er hvorki leyfilegt að aka utan vegar, né að vera með hlaðið skotvopn í minna en 250 metra fjarlægð frá ökutæki.

Lögreglan á Hvolsvelli biður veiðimenn um að fylgja reglum í hvívetna til að komast hjá óþarfa slysum og landsspjöllum, ennfremur að muna eftir því að hafa skotvopnaskírteini og veiðikort tilbúin til sýningar þegar lögreglan óskar eftir því.

Lögreglan á Hvolsvelli segir að helgarverkefni sín næstu helgar verði að mestu í kringum eftirlit með veiðimönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert