Vildu skoða betur afmarkaðar upplýsingar

Seðlabankinn.
Seðlabankinn.

Stefán Jóhann Stefánson, hjá Seðlabanka Íslands segir bankann hafa óskað eftir því við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skýrsla um stöðu efnahagsmála á Íslandi yrði ekki birt í dag eins og fyrirhugað var, þar sem talin hafi verið ástæða til að skoða betur ákveðnar upplýsingar.

„Seðlabankinn óskaði þess vegna eftir því að það yrði farið betur yfir tilteknar og mjög afmarkaðar upplýsingar, vegna framsetningar, áreiðanleika og birtingarhæfis,“ segir Stefán Jóhann.

Aðspurður segir Stefán Jóhann þetta tiltekna atriði ekki hafa neitt vægi fyrir skýrsluna sem slíka og lýsingu hennar á ástandinu hér. Hann segir um að ræða lítið og afmarkað atriði sem breyti engu um heildarmynd skýrslunnar.  Því hafi verið komið á framfæri við sjóðinn og það sé hans að vinna úr því og klára skýrsluna og birta hana.

Stöð 2 sagði í kvöldfréttum sínum að fjarlægja ætti tölulegar upplýsingar um íslensk efnahagsmál úr skýrslunni sem þættu of viðkvæmar. Stefán Jóhann segir það ofsagt að tala um að fjarlægja tölulegar upplýsingar. Það skipti hins vegar máli hvernig þær séu settar fram, ekki út frá því hvernig málið snýr að Íslandi heldur þá frekar til að koma í veg fyrir að hægt sé að greina aðra og óskylda þætti einstakra aðila.  

AGS tilkynnti um frestun birtingar skýrslunnar í dag en gaf ekki upp ástæðu frestunar. Sjóðurinn sagði ekki hvenær skýrslan yrði birt, aðeins að haft yrði samband við fjölmiðla þegar það gerist.

Stefán Jóhann Stefánsson.
Stefán Jóhann Stefánsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert