Jóhönnu hafa ekki borist svör

Balkenende (l.t.v.) og Brown stinga saman nefjum á leiðtogafundi ESB …
Balkenende (l.t.v.) og Brown stinga saman nefjum á leiðtogafundi ESB fyrir síðustu helgi.

Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefur hvorki borist svar frá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, né Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, en hún sendi þeim samhljóðandi bréf 28. ágúst sl.

Í niðurlagi bréfsins segist Jóhanna tilbúin að koma til fundar við kollega sína eins fljótt og auðið er verði það talið gagnlegt. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, segist enn eiga von á að bréfinu verði svarað.

Bréfið var sent í kjölfar þess að Alþingi samþykkti með fyrirvörum ríkisábyrgð vegna lánasamninganna um Icesave.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert