Fréttaskýring: Dómstólarnir eru tifandi tímasprengja

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Ómar Óskarsson

Það vakti að vonum gríðarlega athygli þegar Hæstiréttur ákvað að dæmdum nauðgara skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ekki skilað frá sér dómsgerðum málsins til saksóknara, en þrír og hálfur mánuður er liðinn frá því dómurinn var kveðinn upp. Frágangur á gögnum þessa máls er á lokastigi og verða þau væntanlega send til ríkissaksóknara í dag.

„Þetta er auðvitað ömurlegt mál. En þótt allir séu af vilja gerðir geta fleiri mál fylgt í kjölfarið. Þetta er tifandi tímasprengja og fyrsta sprengjan féll í Hæstarétti á miðvikudaginn,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómir Reykjavíkur og starfandi formaður Dómstólaráðs.

Helgi segir að álagið á dómstólana sé orðið gríðarlegt nú þegar. Þetta sé bara byrjunin og reikna megi með flóðbylgju mála á næstu mánuðum. „Mál sem tengjast bankahruninu munu skipta hundruðum og þar af verða mörg mál af áður óþekktri stærðargráðu. Þá munu dómstólarnir væntanlega fá til umfjöllunar álitamál sem ekki hafa áður komið til þeirra kasta. Það sér hver heilvita maður hvað það þýðir,“ segir Helgi.

Hann segir að starfsmannafjöldi héraðsdómstólanna hafi verið ákveðinn í aðskilnaðarlögunum árið 1989, sem tóku gildi árið 1992. Var þá tekið mið af málafjölda á árunum 1983 til 1988. Ekki hefur fjölgað um einn einasta starfsmann hjá héraðsdómstólunum frá árinu 1992 og fjöldi héraðsdómara er sá sami og þá, 38, þrátt fyrir stóraukinn málafjölda.

Að sögn Helga var hægt að bjarga málunum með því að vinna dómsgerðirnar að miklu leyti í yfirvinnu en það sé ekki lengur heimilt vegna niðurskurðar. „Það er í raun afrek hvernig dómstólunum, þ.e. héraðsdómstólunum og Hæstarétti, hefur tekist að halda uppi skilvirkni miðað við fjölgun mála og hvernig að dómstólunum er búið,“ segir Helgi.

Hann segir að málshraðinn megi ekki koma niður á gæðunum, sjálfu réttarríkinu. Það sé grunvallaratriði. Því munu málin hrannast upp að óbreyttu og málatíminn lengjast verulega.

Lögum samkvæmt hvílir sú skylda á héraðsdómstólunum að endurrita allar yfirheyrslur í sakamálum þegar dómi er áfrýjað til Hæstaréttar. Helgi telur alveg fráleitt að dómstóll sem er búinn að ljúka sínu verki, búinn að kveða upp sinn dóm, þurfi að annast þetta verkefni fyrir ríkissaksóknara. Eðlilegra væri að það væri í verkahring embættis ríkissaksóknara.

Það kemur í hlut dómritara að sjá um þetta verk. Þeir þurfa að endurrita hvert einasta orð af segulböndum, sem mælt er við réttarhaldið. Ekki dugi að endurrita það sem ákæruvaldið og verjendur telji hafa skipt máli fyrir sönnunarmatið og ekki kemur fram í dóminum sjálfum.

Helgi segir að meginhlutverk dómritara sé að vera dómurunum til aðstoðar. Æ minni tími gefist til þess sem sé verulegt áhyggjuefni.

Innlent »

Hafnað að rannsaka drápið frekar

10:08 Máli þar sem ferðamenn voru kærðir fyrir dráp á lambi í júlí er lokið. Hinum seku var gert að greiða 120.000 krónur í sekt fyrir brot á 257. grein almennra hegningarlaga. Lögreglustjórinn á Austurlandi telur að með þessu hafi málinu lokið endanlega. Meira »

Seta aukafjármagn í bókakaup

10:05 Auka á bókakost skólabókasafna og leikskóla á innlendum barnabókmenntum og verður veitt 7 milljóna viðbótarfjármagni til bókainnkaupa á þessu ári í Reykjavík. Meira »

Málið sent til héraðssaksóknara

10:00 Mál ungs karlmanns sem ók bíl inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag verður sent til héraðssaksóknara.  Meira »

Nemendum fjölgar um 7% í HR

09:39 Um 1340 nýnemar hófu nám við Háskólann Í Reykjavík í haust, sem er um 7% fjölgun frá síðasta skólaári. 908 nemar hefja grunnnám, 283 meistaranám og 152 frumgreinanám. Að auki stunda um 140 erlendir skiptinemar nám við HR á þessari önn. Meira »

Minnsta atvinnuleysi frá upphafi mælinga

09:11 Atvinnuleysi mældist 1% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hefur ekki verið jafn lítið frá því samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003. Meira »

Eiga von á sekt í Georgíu

09:01 Sendiherra Georgíu í Danmörku og á Íslandi segir að ákvörðun Útlendingastofnunar um að setja Georgíu á lista yfir örugg ríki sé enn ein vísbendingin um hversu jákvæðar aðstæður eru í landinu, pólitískur stöðugleiki og mannréttindi séu virt. Meira »

Líkir búnaði Engeyjar við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Náði í bændur og fólk var á búinu

08:33 Þegar starfsmaður MAST fór í eft­ir­lits­ferð á mjólk­ur­búið Viðvík í Skagaf­irði á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og var meinaður aðgang­ur að fjós­inu náði hann í ábúendur á búinu og einnig var fólk á staðnum. Þar af leiðandi var ekkert sem kom í veg fyrir að eftirlit gæti átt sér stað. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestangolu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...