Fréttaskýring: Dómstólarnir eru tifandi tímasprengja

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Ómar Óskarsson

Það vakti að vonum gríðarlega athygli þegar Hæstiréttur ákvað að dæmdum nauðgara skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ekki skilað frá sér dómsgerðum málsins til saksóknara, en þrír og hálfur mánuður er liðinn frá því dómurinn var kveðinn upp. Frágangur á gögnum þessa máls er á lokastigi og verða þau væntanlega send til ríkissaksóknara í dag.

„Þetta er auðvitað ömurlegt mál. En þótt allir séu af vilja gerðir geta fleiri mál fylgt í kjölfarið. Þetta er tifandi tímasprengja og fyrsta sprengjan féll í Hæstarétti á miðvikudaginn,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómir Reykjavíkur og starfandi formaður Dómstólaráðs.

Helgi segir að álagið á dómstólana sé orðið gríðarlegt nú þegar. Þetta sé bara byrjunin og reikna megi með flóðbylgju mála á næstu mánuðum. „Mál sem tengjast bankahruninu munu skipta hundruðum og þar af verða mörg mál af áður óþekktri stærðargráðu. Þá munu dómstólarnir væntanlega fá til umfjöllunar álitamál sem ekki hafa áður komið til þeirra kasta. Það sér hver heilvita maður hvað það þýðir,“ segir Helgi.

Hann segir að starfsmannafjöldi héraðsdómstólanna hafi verið ákveðinn í aðskilnaðarlögunum árið 1989, sem tóku gildi árið 1992. Var þá tekið mið af málafjölda á árunum 1983 til 1988. Ekki hefur fjölgað um einn einasta starfsmann hjá héraðsdómstólunum frá árinu 1992 og fjöldi héraðsdómara er sá sami og þá, 38, þrátt fyrir stóraukinn málafjölda.

Að sögn Helga var hægt að bjarga málunum með því að vinna dómsgerðirnar að miklu leyti í yfirvinnu en það sé ekki lengur heimilt vegna niðurskurðar. „Það er í raun afrek hvernig dómstólunum, þ.e. héraðsdómstólunum og Hæstarétti, hefur tekist að halda uppi skilvirkni miðað við fjölgun mála og hvernig að dómstólunum er búið,“ segir Helgi.

Hann segir að málshraðinn megi ekki koma niður á gæðunum, sjálfu réttarríkinu. Það sé grunvallaratriði. Því munu málin hrannast upp að óbreyttu og málatíminn lengjast verulega.

Lögum samkvæmt hvílir sú skylda á héraðsdómstólunum að endurrita allar yfirheyrslur í sakamálum þegar dómi er áfrýjað til Hæstaréttar. Helgi telur alveg fráleitt að dómstóll sem er búinn að ljúka sínu verki, búinn að kveða upp sinn dóm, þurfi að annast þetta verkefni fyrir ríkissaksóknara. Eðlilegra væri að það væri í verkahring embættis ríkissaksóknara.

Það kemur í hlut dómritara að sjá um þetta verk. Þeir þurfa að endurrita hvert einasta orð af segulböndum, sem mælt er við réttarhaldið. Ekki dugi að endurrita það sem ákæruvaldið og verjendur telji hafa skipt máli fyrir sönnunarmatið og ekki kemur fram í dóminum sjálfum.

Helgi segir að meginhlutverk dómritara sé að vera dómurunum til aðstoðar. Æ minni tími gefist til þess sem sé verulegt áhyggjuefni.

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...