Áhersla á auðlindirnar

Fáni ESB.
Fáni ESB. Reuters

Fyrsti fundur samninganefndar Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið verður haldinn á miðvikudag. Erindisbréf nefndarinnar var sent út fyrir helgi en hefur ekki borist öllum nefndarmönnum.

Flestir nefndarmenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja að í viðræðunum verði mest áhersla á að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Einnig verði lögð áhersla á landbúnaðar- og peningamál.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og einn nefndarmanna, segist vera „hæfilega bjartsýnn“ á að ásættanleg niðurstaða náist í þessum efnum. Verkefni samninganefndarinnar er að útfæra þau samningsmarkmið sem fram koma í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, en undir nefndinni vinna tíu sérhæfðari samningahópar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert