Ingibjörg Sólrún ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason að hún ásaki sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiðibylgju í samfélaginu.

„Ég held að reiðin sé mjög vont afl og það er eitt af því sem að ég ásaka sjálfan mig fyrir og á kannski erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér í kringum hrunið og það er það að hafa átt þátt í því að kalla fram alla þá reiði sem varð í samfélaginu,“ segir Ingibjörg Sólrún meðal annars þættinum Spjallinu með Sölva, sem verður sýndur á SkjáEinum nk. miðvikudagskvöld.

Þá viðurkennir hún líka að hafa verið mun veikari en hún mátti sýna og þannig hafi hún verið algjörlega þrotin að andlegum og líkamlegum kröftum þegar hún hætti í stjórnmálum. Þá segist hún ekki vera á leiðinni aftur í stjórnmál í bráð.

Þetta kemur fram í pistli Sölva á vef Pressunnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert