Engin útboð í pípunum

Ekkert útboð er auglýst í nýjasta riti Vegagerðarinnar, Framkvæmdafréttir, og engin útboð eru fyrirhuguð á næstunni en á sama tíma í fyrra voru verkin 43, bæði stór og smá. Núna er ekkert verk á samningsborðinu en það voru jafnan 10 til 20 verk birt undir þessum lið í Framkvæmdafréttum, að því er fram kemur á vef Samtaka iðnaðarins.

„Vegagerð hefur verið skorin niður um 7,5 milljarða á þessu ári og því er ekkert framundan og ekki verður ráðist í nein ný verk. Engu fjármagni verður varið til nýrra verkefna á næsta ári fyrir utan þau sem þegar eru komin af stað.

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar eru 2.200 manns úr mannvirkjagreinum atvinnulausir og illu heilli þeim hlýtur þeim að fjölga hratt, þar sem ekkert er framundan og ríkið sker heilan málaflokk niður við trog" samkvæmt frétt á vef Samtaka iðnaðarins.

Hér sést munurinn á milli ára

Mynd Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert