Olíuverð hækkar vegna fellibylsa

Fellibylurinn Ida olli miklu tjóni í El Salvador um helgina.
Fellibylurinn Ida olli miklu tjóni í El Salvador um helgina. Reuters

Verð á hráolíu hefur hækkað á heimsmarkaði í morgun og er það m.a. rakið til þess að fellibylurinn Ida er kominn inn á Mexíkóflóa. Mjög hefur þó dregið úr styrk óveðursins.

Verð á hráolíutunnu hækkaði um 1,04 dali á markaði í New York í morgun og var 78,47 dalir. Í Lundúnum hækkaði Brent Norðursjávarolía um 1,03 dali og kostaði 78,47 dali tunnan.   

Olíuverð lækkaði á föstudag eftir að tölur birtust sem sýndu, að atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst í október og fór í 10,2%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert