Rúmlega helmingur innflytjenda aðlagast vel

Meira en helmingi þátttakenda fannst frekar eða mjög erfitt að …
Meira en helmingi þátttakenda fannst frekar eða mjög erfitt að læra íslensku.

Í nýlegri viðhorfskönnun sem gerð var meðal tæplega 800 innflytjenda sem búa hér á landi, kemur fram að íslenskukunnátta er það sem helst hamlar því að fólk geti nýtt menntun sína að fullu í starfi.

Meira en helmingi þátttakenda fannst frekar eða mjög erfitt að læra íslensku og þá helst vegna þess hversu íslenskan væri ólík móðurmáli þeirra.

Fjórðungar sagðist aldrei hafa sótt íslenskunámskeið og aðeins 18% höfðu sótt íslenskunámskeið þar sem kennt var á þeirra móðurmáli. Meirihluti svarenda sagði frekar eða mjög gott að búa á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert