Segir fullyrðingar Ragnars rangar

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson mbl.is/Golli

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir orð Ragnars Þórs Ingólfssonar, stjórnarmanns í VR, í pistli sem hann hefur sent á fjölmiðla. Segir Gylfi að ASÍ hafi í þrígang staðið frammi fyrir raunverulegum möguleika á að atvinnurekendur segðu upp kjarasamningum á þessu ári. Í öll skiptin tókst að forða að til slíks kæmi.

Ragnar bloggaði í gær um kistulagningu ASÍ og spurði hvort það væri rétt, að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana. Vitnar Ragnar  til minnisblaðs sem  framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tóku saman um viðræðurnar við ASÍ í lok febrúar s.l. og sendu til aðildarfyrirtækjanna. Skorar Ragnar jafnframt á Gylfa að segja af sér embætti.

Gylfi segir það rangt hjá Ragnari að minnisblaðið sé frá ASÍ komið.  „Sú fullyrðing er röng eins og kemur reyndar fram í bréfhausnum auk þess sem efnistök sýna greinilega að svo er ekki.

Það er í rauninni ótrúlegt að stjórnarmaður í VR, sem er stærsta aðildarfélag ASÍ, skuli setja fram ásakanir um að samninganefnd ASÍ, þar sem í sitja forseti ASÍ, formenn allra landssambanda innan ASÍ, fulltrúi félaga með beina aðild auk formanna VR og Eflingar, hafi af ásetningi lagt sig fram um að hafa af félagsmönnum sínum umsamdar launahækkanir án þess að kynna sér betur opinber gögn í málinu," skrifar Gylfi í pistli sínum.

Sjá blogg Ragnars

Pistill Gylfa

Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert