Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði fréttamönnum í morgun að gögn sem fjölmiðlar vitnuðu í um fyrirhugaðar skattahækkanir á næsta ári væru fengnar úr vinnugögnum og að ekki væri búið að ákveða annað en að reynt yrði að dreifa skattahækkunum með sem sanngjörnustum hætti.

 „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka og helst í þessari viku því tíminn er knappur," sagði Jóhanna við fréttamenn. 

 Hún sagði að reynt yrði að hlífa þeim sem lægstu tekjurnar hefðu og að reynt yrði jafnframt að sjá til þess að þeir sem hafa meðaltekjur þyrftu ekki að bera allan þungann af hækkununum.

„Það er ekkert undan því komist, við verðum að skattleggja stóriðjuna, með auðlinda- og umhverfis og orkugjöldum. " sagði Jóhanna jafnframt. 

Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við fréttamenn.
Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við fréttamenn. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert