Tafir á afhendingu bóluefnis

Bólusetning gegn svínaflensu gæti tafist hjá sumum.
Bólusetning gegn svínaflensu gæti tafist hjá sumum. Reuters

Seinkun hefur orðið á afhendingu bóluefnis gegn svínainflúensu hingað til lands í þessari viku, samkvæmt frétt frá sóttvarnalækni. Auk þess kemur minna magn en gert hafði verið ráð fyrir. Þeim sem eiga pantaða bólusetningu er ráðlagt að hafa samband við heilsugæslustöð.

Seinkun getur orðið á bólusetningu einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem ráðgerð hafði verið í þessari og næstu viku. Einstaklingar sem bókað hafa tíma í bólusetningu í þessari og næstu viku er því beðnir um að hafa sambandi við sína heilsugæslustöð varðandi hugsanlega endurbókun á bólusetningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert