Moody's lækkar lánshæfismat ríkisins

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins um tvö þrep. Skuldbindingar ríkisins í erlendri og innlendri mynt fá nú einkunnina Baa3 en hún var var áður Baa1. Þrepið Baa3 er það lægsta sem telst fjárfestingarhæft og flokkast næsti flokkur fyrir neðan sem skranbréf.

Samkvæmt mati Moody's eru horfunar fyrir skuldbindingar íslenska ríkisins stöðugar.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is þýðir þetta að íslenska ríkið er í sama lánshæfisflokki hjá Moody's og hjá matsfyrirtækjunum Fitch Ratings og Standard & Poor's.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert