Mótmæltu niðurskurði til HSB

Frá Blönduósi
Frá Blönduósi

Tæplega 700 manns rituðu nöfn sín á undirskriftalista til að mótmæla niðurskurði til Heilbrigðisstofnunar Blönduóss (HSB). Stofnuninni var gert að skera niður um 56 milljónir og segja aðstandandendur undirskriftasöfnunarinnar að það sé meira en öðrum sé gert að spara.

Undirskrifahópurinn sendi frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu vegna niðurskurðar til Heilbrigðisstofnunar Blönduóss:

„Þegar fjárframlög ríkisins fyrir árið 2010 voru lögð fram kom í ljós að farið var fram á að stofnunin finndi leiðir til að skera meira niður en aðrar sambærilegar heilbrigðisstofnanir eða um 56 milljónir.  Ekki kemur allur niðurskurður til HSB fram í fjárhagsáætlun, en samkvæmt útreikningum er hann á milli 12-13%.

Mikil óánægja er með þennan niðurskurð meðal starfsmanna og íbúa þess svæiðs sem heilbrigðisstofnunin þjónar og þykir það augljóst að ef af þessu verði,  þá megi búast við mikilli skerðingu á þjónustu, til uppsagna starfsmanna komi ásamt því að óvíst er talið að hægt verði að tryggja þá lágmarks þjónustu sem lög kveða á um.

Ákveðið var að hvetja íbúa svæðisins til að mótmæla þessum niðurskurði með því að skrifa undir móttmælaskjal og  færa heilbrigðisráðherra í þeirri von að fjárlög til HSB yrðu endurskoðuð og leiðrétt af sanngirni og réttlæti , til að tryggja rekstur HSB.  Samtals söfnuðust tæplega 700 undirskriftir.

Þegar búið var að bóka tíma hjá ráðherra til að afhenda undirskriftirnar var sendur póstu á alla þingmenn kjördæmisins og farið þess á leit við þá að mæta og leggja þar með sitt af mörkum til að móttmæla þessum niðurskurði.  Einungis einn þingmaður sá sér fært að mæta og kunnum við honum bestu þakkir, en það var Ásbjörn Óttarsson. 4. þingmenn áttu ekki heimagengt, en aðrir þingmenn sáu sér ekki fært að mæta né svara tölvupósti frá hópnum.

Í dag 11.nóvember, kl. 11.00 tók heilbrigðisráðherra á móti hópnum sem stóð fyrir söfnun undirskriftanna og lofaði að athuga máli en sagðist þó ekki telja að mest væri skorið niður hjá HSB, né að ósæmræmi sé í kröfum ráðuneytisins  um niðurskurð til heilbrigðisstofnanna.

Ljóst þykir að meira þarf til en söfnun undirskrifta til að móttmæla niðurskurði og  að ekki er hægt að láta staðar numið hér.  Betur má ef duga skal.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert