Ferðakostnaður hefur lækkað um 72%

mbl.is/Sverrir

Ferðakostnaður Reykjavíkurborgar hefur lækkað um 72% það sem af er á árinu miðað við sama tímabil árið 2008, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að á síðasta ári hafi heildarkostnaður vegna ferðalaga hjá borginni verið um 104 milljónir kr. Frá janúar til nóvember á þessu ári sé kostnaðurinn kominn í 27 milljónir.

Fram kemur að borgarstjóri hafi sett nýjar verklagsreglur um ferðir og ferðaheimildir á síðasta ári með það að markmiði að ná fram auknum sparnaði og hafa þær reglur þegar skilað umtalsverðum árangri. Þetta kom fram í umræðum á fundi borgarstjórnar í dag..

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert