Engar samræmdar viðmiðunarreglur hjá bönkunum

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Heiðar

Tími er kominn til að teknar verði pólitískar ákvarðanir um hvernig beri að reisa atvinnulífið við. Sá lagarammi sem Alþingi hefur skapað utan um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja tekur ekki nægilega á ýmsum álitamálum. Þetta sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, við utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Umræðan var um fjárhagslega endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja og málshefjandi var Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði m.a. að enga samræmingu mætti finna í verkferlum bankanna. Þeir séu mislangt komnir í vinnu sinni við verklagsreglur líkt og sjá megi á því í fjölmiðlum að fyrirtæki fá mismunandi meðferð. Hann spurði fjármálaráðherra hvort bankarnir störfuðu ekki eftir þeim markmiðum sem sett eru fram í eigendastefnu bankanna, þ.e. að gæta þurfi jafnræðis, gagnsæis og réttlætis.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hvatti þingmenn til að sækja bankana heim og fá hjá þeim kynningu á verkferlum. Einnig að bankasýslan færi með eigendavald yfir bönkunum og sæi til þess að eigendastefnan væri virt. Þar hefði ríkið sett sér skýr viðmið, líkt og gagnsæi og að skilvirkir ferlar séu til staðar.

Ekki má gleyma sér í bölmóði

Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar Alþingis, sagði ástandið ekki jafn slæmt og menn héldu að það yrði. Gjaldþrot ekki jafn tíð og atvinnuleysi ekki jafn mikið. Þá blómstri ferðaþjónustan og útlitið sé gott í sjávarútvegi. Hann skoraði á þingmenn að gleyma sér ekki í bölmóði, þó svo að það kunni að henta betur í pólitískum skylmingum. Trú á bjartari tíð geti komið þjóðinni langt.

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, sagði hins vegar að mikilvægar ákvarðanir þurfi að taka og gera þurfi kröfu til þess að bankarnir setji sér strangar siðareglur, ekki síst um hæfi starfsfólks. Hún sagði spurningarnar helst þær, hvort tryggja eigi dreifða eignaraðild, eða sömu stjórnendur eigi að stýra fyrirtækjum eftir endurskipulagningu. Þá sagði hún að bankarnir mættu ekki skekkja samkeppni. Meiri líkur séu á því að þeir telji stærri fyrirtæki lífvænleg fremur en minni.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks, sagði forgangsmála að byggja upp traust. Hann tiltók að á fundi viðskiptanefndar nýverið hefði verið upplýst að bankarnir hafi ekki samræmdar viðmiðunarreglur um hvernig taka beri á vanda fyrirtækja. hann sagði fólk kalla eftir því að fyrirtæki sitji við sama borð og því sé eðlilegt að spyrja hvers vegna verklagsreglur séu ekki samræmdar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Tattoo
...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...