Obama á frænku í Hveragerði

Lydia Amimo Henrysdóttir.
Lydia Amimo Henrysdóttir. Ragnar Axelsson

„Ég var rosalega stolt þegar Obama var kjörinn forseti. Ég vakti alla nóttina og ætlaði ekki að geta sofnað. Ég var svo spennt,“ sagði Lydia Amimo Henrysdóttir, sjúkraliðanemi í Hveragerði.

Það var ekki að ástæðulausu að Lydia fylgdist spennt með kjöri Baracks Obama því að hún er frænka hans.

Það er ekki á allra vitorði að Obama forseti á frænku á Íslandi. Lydia hefur reyndar ekki verið að leyna þessu því að hún er afar stolt af Obama forseta.

Faðir Obama, Barack Hussein Obama eldri, er frá Kenýa, en hann hitti Ann Dunham, móður Obama, þegar hann stundaði nám í Bandaríkjunum. Móðir Obama eldri hét Akumu Obama, en hann ólst upp hjá föður sínum og Söruh Anyango Obama, seinni konu hans. Obama kallar hana því alltaf ömmu sína. Sarah er 87 ára gömul og býr í þorpinu Kogelo í Kenýa.

Amma Lydiu, Flora Adrura, og Sarah eru frænkur og ólust upp saman í Kogelo. Móðir Lydiu, Rosa Anyango Sewe, er líka alin upp í Kogelo og þekkir ömmu Obama ágætlega. Rosa er orðin 75 ára, en hún hefur búið hjá dóttur sinni í Hveragerði síðastliðin sjö ár. Hún er núna hjá dóttur sinni í Bandaríkjunum að læra ensku.

Sjá nánari umfjöllun um frænku Obama í Hveragerði og samtal við hana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert