38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður Árni Sæberg

Alls höfðu 38,5% allra lántakenda hjá Íbúðalánasjóði afþakkað greiðslujöfnun fasteignalána klukkan 9:30 í morgun. Í dag eru síðustu forvöð til að afþakka greiðslujöfnun fasteignaveðlána vegna gjalddaga í desember, en öll slík lán voru nýlega með lögum sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun.

Um kl. 9:30 í morgun höfðu 18.657 einstaklingar afþakkað greiðslujöfnun á 30.514 lánum. Þetta eru 38,5% allra lántakenda hjá Íbúðalánasjóði og 37,4% af fjölda lána. Þar af eru 11.823 lántakendur í Reykjavík og 6.843 á landsbyggðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert