„Erum komin í greiðsluþrot“

Þór Saari.
Þór Saari. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum komin í greiðsluþrot, þó svo að það eigi eftir að viðurkenna það,“ sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, við umræðu um Icesave á Alþingi í dag. Hann segir að ef frumvarpið verði samþykkt óbreytt mun tilraunin um lýðveldið Ísland aðeins verða tilraun.

Þór átaldi meðferð málsins innan fjárlaganefndar og aðkoma nefndarinnar beri vott um sýndarmennsku. Benti hann m.a. að ekki hefði verið fjallað um fjögur minnihlutaálit efnahags- og skattanefndar sem þó var kallað eftir. Hann sagði einnig ljóst að samninganefndin hefði klúðrað málum öðru sinni þegar hún eyðilagði fyrirvarana sem Alþingi samþykkti í sumar.

„Í ljósi þess að með samþykkt Icesave-samninganna verður skuldabyrði þjóðarbúsins á mörkum þess að vera viðráðanleg, og er jafnvel nú þegar orðin óviðráðanleg, og að lítið eða ekkert megi út af bregða til að þjóðin lendi í greiðsluþroti, telur [Þór Saari] sig ekki geta mælt með að Alþingi samþykki nýja útgáfu af ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Það eru einfaldlega of miklar líkur á að þjóðin geti ekki staðið undir skuldum á næstu árum,“ segir m.a. í minnihlutaáliti Þórs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert