Krafa Hannesar vegna innláns

1,2 milljarða krafa Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, í þrotabú gamla Landsbanka er varakrafa vegna annarrar kröfu á Nýja Landsbankann, NBI. Fjallað verður nánar um málið í sjónvarpsfréttum mbl.is á SkjáEinum.

Meðal þess sem vakti athygli þegar upplýsingar úr kröfuskrá Landsbankans urðu opinberar í vikunni var að Hannes Smárason lýsti 1,2 milljarða kröfu í þrotabú Landsbankans.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur Hannes sig hafa átt 900 milljónir króna í formi innláns hjá gamla bankanum sem var ekki fært yfir í NBI við stofnun nýja bankans. Ofan á 900 milljónirnar reiknar Hannes síðan dráttarvexti og annað sem skilar 1,2 milljarða kröfu.

Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til kröfu Hannesar, krafa hans er forgangskrafa samkvæmt upplýsingum sem koma fram í kröfuskrá. 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert