Fréttaskýring: Ung og atvinnulaus í mestri hættu

Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulaus ...
Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulaus og búa enn í foreldrahúsum.

Í félagsmálaráðuneytinu eru nú til skoðunar leiðir til að virkja atvinnulaus ungmenni og koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar vegna langvarandi atvinnu- og aðgerðaleysis.

Á Íslandi hefur verið há tíðni brottfalls úr framhaldsskólum og hefur fólk þá vanalega sótt í vinnu í staðinn en nú þegar enga vinnu er að fá situr það uppi aðgerðalaust. Þetta þýðir að ungmenni öðlast hvorki menntun né starfsreynslu og því hætt við að þau verði ekki eftirsótt til vinnu jafnvel þegar atvinnustigið kemst aftur í fyrra horf.

Staðan hefur ekki áður verið jafnslæm, því þótt atvinnuleysi hafi áður þekkst meðal ungmenna hefur það ekki náð sömu hæðum og nú.

Á 10. áratugnum fór atvinnuleysi ungmenna hratt vaxandi á Norðurlöndunum. Á Íslandi og í Noregi náði það hámarki í 5-6% áður en það tók að lækka aftur en verst varð ástandið í Finnlandi þar sem 17% ungmenna voru atvinnulaus og hafa mörg þeirra aldrei náð sér á strik heldur verið á örorkubótum síðan.

Á Íslandi er hlutfall atvinnulausra ungmenna nú 18% og því ljóst að aðgerða er þörf sé vilji til að koma í veg fyrir að reynsla Finna endurtaki sig hér. Að frumkvæði félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur síðan í september verið starfandi vinnuhópur ráðuneyta og sérfræðinga sem hafa skoðað stöðu ungra atvinnulausra Íslendinga Þar á meðal voru settir á rýnihópar meðal ungmenna á aldrinum 18-24 ára til að kanna reynslu þeirra.

Að sögn Steinunnar Halldórsdóttur verkefnisstjóra er þegar farið af stað hættulegt ferli hjá mörgum þeirra. „Þau eru farin að snúa sólarhringnum við, reykja meira, fara dofin í gegnum daginn. Vinnumálastofnun hefur ekki haft bolmagn til að hafa reglubundið samband við þau svo þau hafa fengið að vera aðgerðalaus og svolítið afskipt.“

 Bætur skertar til að koma fólki af stað

Þær sérstöku aðgerðir sem eru í mótun með hliðsjón af þessum hópi ganga m.a. út á að skerða bætur þeirra sem ekki hafa þunga framfærslu og nýta þá fjármuni til að virkja atvinnulaus ungmenni sérstaklega.

Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, er margt í boði á formi námskeiða og tímabundinnar vinnu. Eftirspurnin hefur hins vegar ekki verið í samræmi við framboðið og þarf unga fólkið sérstaklega dyggan stuðning og hvata til að koma sér af stað. Aðgerðirnar eru enn í vinnslu en skýrsla vinnuhópsins verður birt í næstu viku.

Gripið til aðgerða í Evrópu

Það er ekki aðeins á Íslandi sem atvinnuleysi ungu kynslóðarinnar veldur áhyggjum. Í sumum löndum ESB, s.s. Spáni og Frakklandi, er ástandið mjög slæmt og óttast stjórnvöld að langtímaatvinnuleysi kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppnishæfni heillar kynslóðar.

Í Bretlandi og Frakklandi hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að verja miklum fjármunum til að skapa ungu atvinnulausu fólki tímabundnar lærlingsstöður eða námstækifæri til að örva það og virkja þar til efnahagurinn tekur aftur við sér.

Þetta hefur þó mælst misvel fyrir og hefur m.a. verið gagnrýnt að þótt aðgerðirnar haldi ungmennum vissulega uppteknum öðlist þau ekki þar með nægilega færni og reynslu til að verða samkeppnishæf á vinnumarkaði síðar meir.

Innlent »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »

Skipstjóri fær frest til að kynna sér gögn

13:38 Búið er að fresta máli skipstjóra sem ákærður er fyrir að hafa framið almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng í Arnarfirði á Vestfjörðum. Málið verður næst tekið fyrir 6. september. Meira »

„Þarna fann ég að ég er ekki ein“

13:10 Áslaug Ýr Hjartardóttir, sem fyrr í sumar stefndi íslenska ríkinu vegna synjunar á endurgjaldslausri túlkaþjónustu fyrir ferð hennar til Svíþjóðar í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndunum, er nú komin heim eftir dvölina. Meira »

Makrílvertíðarstemning í Neskaupstað

13:05 Líf og fjör er nú í höfn Neskaupstaðar þar sem veiðiskipin skiptast á að koma og fara, á meðan flutningaskip lesta afurðirnar. Makrílvertíðarstemning er í bænum. Meira »

Greiða milljarð innan tíu daga

13:08 „Þetta er rúmlega 200 blaðsíðna dómur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekkert hægt að segja,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, kísilversins í Helguvík. Meira »

Minigolfvöllur vígður í Guðmundarlundi

13:00 Nýr minigolfvöllur var tekinn í notkun í Guðmundarlundi í Kópavogi á sumarhátíð eldri borgara í gær. Hugmyndaríkur Kópavogsbúi benti á að tilvalið væri að setja upp minigolfvöll í lundinum og samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillöguna. Meira »

Skjálfti að stærð 3,9 fannst víða

12:10 Skjálfti af stærð 3,9, með upptök um þrjá km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð kl. 11:40. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Rafmagnslausir með brotið mastur

11:53 Óljóst er hvert framhaldið verður með bandarísku skútuna sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í nótt. Landhelgisgæslan segir að það fari eftir ástandi hennar, en mastrið hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þrír voru um borð í skútunni og sluppu allir ómeiddir. Meira »

Ferðir Herjólfs felldar niður

11:31 Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum, sem áætluð var klukkan 11, hefur verið felld niður vegna ölduhæðar og sjávarstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum. Meira »

Klára síðasta kaflann í dag

11:29 „Þetta er nú bara held ég alveg að verða búið. Þetta er síðasti kaflinn á Suðurlandsvegi í bili, við klárum í dag,“ segir Gunnar Örn Erlingsson hjá malbikunarstöðinni Hlaðbær Coals hf. sem annast malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi. Meira »

Skútan er fundin

10:54 Bandaríska skútan sem óttast var að hefði lent í vandræðum er fundin og allir þrír í áhöfninni eru um borð. Ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag. Meira »

Veita styrki fyrir tvær milljónir króna

10:05 Fjórir nemendur við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík munu fá samtals tvær milljónir króna frá IceFish-námssjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem fram fer dagana 13.-15. september. Meira »

Skjálfta­hrina við Fagradalsfjall

11:24 Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestur af Keili, í morgun. Síðan þá hafa mælst 40 skjálftar, af stærðinni 1,0 og 2,0. Hrinan stendur enn að sögn jarðskjálftafræðings. Meira »

Sjálfvirku hliðin flýta mikið fyrir

10:44 Ný sjálfvirk landamærahlið sem tekin voru í notkun um miðjan síðasta mánuð á Keflavíkurflugvelli hafa gefið mjög góða raun. Komu- og brottfararfarþegar á leið til og frá ríkjum utan Schengen-svæðisins þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og býðst ríkisborgurum Evrópusambandsins og EES-ríkja eldri en 18 ára að skanna vegabréfið handvirkt við sjálfvirku hliðin. Meira »

Mengun í Mosfellsbæ sé næstum daglegt brauð

10:00 Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ, segir mengunina í Mosfellsbæ vera gamlar fréttir fyrir hverfisbúa. Mengunarmál séu næstum daglegt brauð og aðgerðarleysi bæjarins vera söguna endalausu. Meira »
Véla & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig bílaflutningakerrur og fjölnotavagnar með innbyggðum sliskjum. Sími 615 ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...