Fréttaskýring: Ung og atvinnulaus í mestri hættu

Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulaus ...
Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulaus og búa enn í foreldrahúsum.

Í félagsmálaráðuneytinu eru nú til skoðunar leiðir til að virkja atvinnulaus ungmenni og koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar vegna langvarandi atvinnu- og aðgerðaleysis.

Á Íslandi hefur verið há tíðni brottfalls úr framhaldsskólum og hefur fólk þá vanalega sótt í vinnu í staðinn en nú þegar enga vinnu er að fá situr það uppi aðgerðalaust. Þetta þýðir að ungmenni öðlast hvorki menntun né starfsreynslu og því hætt við að þau verði ekki eftirsótt til vinnu jafnvel þegar atvinnustigið kemst aftur í fyrra horf.

Staðan hefur ekki áður verið jafnslæm, því þótt atvinnuleysi hafi áður þekkst meðal ungmenna hefur það ekki náð sömu hæðum og nú.

Á 10. áratugnum fór atvinnuleysi ungmenna hratt vaxandi á Norðurlöndunum. Á Íslandi og í Noregi náði það hámarki í 5-6% áður en það tók að lækka aftur en verst varð ástandið í Finnlandi þar sem 17% ungmenna voru atvinnulaus og hafa mörg þeirra aldrei náð sér á strik heldur verið á örorkubótum síðan.

Á Íslandi er hlutfall atvinnulausra ungmenna nú 18% og því ljóst að aðgerða er þörf sé vilji til að koma í veg fyrir að reynsla Finna endurtaki sig hér. Að frumkvæði félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur síðan í september verið starfandi vinnuhópur ráðuneyta og sérfræðinga sem hafa skoðað stöðu ungra atvinnulausra Íslendinga Þar á meðal voru settir á rýnihópar meðal ungmenna á aldrinum 18-24 ára til að kanna reynslu þeirra.

Að sögn Steinunnar Halldórsdóttur verkefnisstjóra er þegar farið af stað hættulegt ferli hjá mörgum þeirra. „Þau eru farin að snúa sólarhringnum við, reykja meira, fara dofin í gegnum daginn. Vinnumálastofnun hefur ekki haft bolmagn til að hafa reglubundið samband við þau svo þau hafa fengið að vera aðgerðalaus og svolítið afskipt.“

 Bætur skertar til að koma fólki af stað

Þær sérstöku aðgerðir sem eru í mótun með hliðsjón af þessum hópi ganga m.a. út á að skerða bætur þeirra sem ekki hafa þunga framfærslu og nýta þá fjármuni til að virkja atvinnulaus ungmenni sérstaklega.

Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, er margt í boði á formi námskeiða og tímabundinnar vinnu. Eftirspurnin hefur hins vegar ekki verið í samræmi við framboðið og þarf unga fólkið sérstaklega dyggan stuðning og hvata til að koma sér af stað. Aðgerðirnar eru enn í vinnslu en skýrsla vinnuhópsins verður birt í næstu viku.

Gripið til aðgerða í Evrópu

Það er ekki aðeins á Íslandi sem atvinnuleysi ungu kynslóðarinnar veldur áhyggjum. Í sumum löndum ESB, s.s. Spáni og Frakklandi, er ástandið mjög slæmt og óttast stjórnvöld að langtímaatvinnuleysi kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppnishæfni heillar kynslóðar.

Í Bretlandi og Frakklandi hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að verja miklum fjármunum til að skapa ungu atvinnulausu fólki tímabundnar lærlingsstöður eða námstækifæri til að örva það og virkja þar til efnahagurinn tekur aftur við sér.

Þetta hefur þó mælst misvel fyrir og hefur m.a. verið gagnrýnt að þótt aðgerðirnar haldi ungmennum vissulega uppteknum öðlist þau ekki þar með nægilega færni og reynslu til að verða samkeppnishæf á vinnumarkaði síðar meir.

Innlent »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...