Varað við hreindýrum á vegum austanlands

Vegagerðin varar við hreindýrum sem víða er að finna við …
Vegagerðin varar við hreindýrum sem víða er að finna við vegi á Austurlandi. mbl.is/Andrés Skúlason

Vegir eru auðir á Suðurlandi og að mestu við Faxaflóa. Víða er hálka á heiðum, snjókoma á Öxnadalsheiði og éljagangur á Fjarðarheiði. Þungfært er í Fljótum og á Lágheiði og einnig norður í Árneshrepp. Varað er við hreindýrum á vegum austanlands.

Á Snæfellsnesi er hálka á Fróðárheiði en annars sumstaðar hálkublettir. Eins eru sumstaðar hálkublettir í Dölum. Á Vestfjörðum er hálka á Hrafnseyrarheiði og krapi á Þröskuldum en hálkublettir víðar.

Á Norðurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Hálka eða snjóþekja er víða á Austurlandi. Hellisheiði eystri er ófær. Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði og snjóþekja og skafrenningur á Oddskarði. Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert